Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. mars 2025 00:00 Ahmad al-Sharaa mun gegna embætti forseta og forsætisráðherra. AP/Mosa'ab Elshamy Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39