„Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 13:18 Valskonur eru nýbúnar að fagna deildarmeistaratitli en ætla sér núna að komast í úrslitaeinvígi EHF-bikarsins, fyrstar íslenskra kvenna. Valur handbolti Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna. Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“ EHF-bikarinn Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða