„Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 13:18 Valskonur eru nýbúnar að fagna deildarmeistaratitli en ætla sér núna að komast í úrslitaeinvígi EHF-bikarsins, fyrstar íslenskra kvenna. Valur handbolti Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna. Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“ EHF-bikarinn Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira