Innlent

Grænlandsheimsókn vara­for­seta og þrumu­veður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar heyrum við einnig frá Íslendingi í Bangkok, sem segir stöðuna í borginni afar þunga eftir jarðskjálftana í Mjanmar. Tala látinna í Mjanmar nálgast tvö þúsund, en nokkrir létust í Bangkok og unnið er að leit tuga sem saknað er í húsarústum.

Við segjum þá frá þrumuveðri sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins urðu varir við, og sundlaugargestir í Kópavogi þurftu að flýja. Eins heyrum við átakanlega sögu úkraínskra feðga, kynnum okkur áform um nýtt húsnæði viðbragðsaðila og heyrum umkvartanir Grindvíkinga um hvernig haldið er á málum þeirra.

Í sportpakkanum verður af nógu að taka. Leikurinn um titil Meistara meistaranna í karlaknattspyrnu fór fram síðdegis og eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum lætur engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að nálgast fertugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×