„Okkar besti leikur á tímabilinu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. mars 2025 20:16 Ágúst Jóhannesson þjálfari Vals var helsáttur með leik sinna kvenna Vísir/Jón Gautur „Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce. „Varnarleikurinn var stórbrotinn og markvarslan sömuleiðis og það skapaði mjög mikið af hraðaupphlaupum fyrir okkur. Við skorum 17 mörk í fyrri hálfleiknum, þar af tíu úr fyrstu, annarri og þriðju bylgju sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt í svona leikjum. Svo var bara uppstilltur sóknarleikur góður, margar sem koma að borðinu þar og við gáfum fá tækifæri á okkur í hraðaupphlaupunum sem er þeirra aðalsmerki. Við náðum að skila boltanum vel frá okkur og komast til baka.“ „Heilt yfir þá var þetta frábær frammistaða hjá okkur og í rauninni slógum við bara öll vopn úr þeirra höndum strax í upphafi,“ sagði Ágúst hreykinn af sínu liði. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum, öll á gestina. Tvö þeirra voru sérstaklega ljót, en í bæði skiptin var rifið aftan í höndina á Elínu Rósu Magnúsdóttur. Ágúst var afar óánægður með þessi fantabrögð gestanna. „Ég var mjög óánægður með þessi brot, bara ljót brot. Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið viljaverk en þetta voru mjög ljót brot og eiga ekki að sjást inn á handboltavellinum. Elín Rósa var í rauninni hér á öðrum fætinum, búin að vera mikið meidd og hún spilaði frábærlega hérna og opnaði vörnina hvað eftir annað. Magnaður leikmaður, enda er hún að fara út í þýsku Bundesliguna eftir tímabilið, en hún auðvitað lenti í þessum brotum. Þetta á ekki að sjást á handboltavellinum.“ Í vikunni kallaði Ágúst eftir því að Valsmenn og almennir handboltaáhugamenn myndu fjölmenna á þennan leik enda um stærsta leik í sögu íslensk kvenna handbolta að hans sögn. Því ákalli var heldur betur svarað og var mætingin á Hlíðarenda afskaplega góð. „Ég er bara gríðarlega þakklátur og bara stoltur fyrir hönd kvennaboltans að við séum í fyrsta skipti komin með lið í úrslitaleik og þakklátur öllu þessu fólki sem mætti hérna. Þetta var bara stórkostlegt. Þetta eru heldur ekki bara Valsarar heldur fullt af almennum handboltaáhugamönnum og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég talaði um stærsti en nú er einn stærri eftir og það er úrslitaleikurinn og ég vona bara að það verði uppselt á þann leik. Við fáum bara hingað 1.600 manns og löndum þessum Evróputitli heim. Það er markmiðið okkar og það er bara þannig í þessu að þessir heimavellir geta skipt gríðarlega miklu máli og við förum alltaf út og spilum á stórum völlum þar sem eru kannski þúsund til tvö þúsund manns. Við vonandi fáum áfram sömu mætinguna og þá getum við í rauninni gert allt. Við getum klárað þetta spænska lið í lokin og sótt þennan titil sem við bara klárlega ætlum að gera,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
„Varnarleikurinn var stórbrotinn og markvarslan sömuleiðis og það skapaði mjög mikið af hraðaupphlaupum fyrir okkur. Við skorum 17 mörk í fyrri hálfleiknum, þar af tíu úr fyrstu, annarri og þriðju bylgju sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt í svona leikjum. Svo var bara uppstilltur sóknarleikur góður, margar sem koma að borðinu þar og við gáfum fá tækifæri á okkur í hraðaupphlaupunum sem er þeirra aðalsmerki. Við náðum að skila boltanum vel frá okkur og komast til baka.“ „Heilt yfir þá var þetta frábær frammistaða hjá okkur og í rauninni slógum við bara öll vopn úr þeirra höndum strax í upphafi,“ sagði Ágúst hreykinn af sínu liði. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum, öll á gestina. Tvö þeirra voru sérstaklega ljót, en í bæði skiptin var rifið aftan í höndina á Elínu Rósu Magnúsdóttur. Ágúst var afar óánægður með þessi fantabrögð gestanna. „Ég var mjög óánægður með þessi brot, bara ljót brot. Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið viljaverk en þetta voru mjög ljót brot og eiga ekki að sjást inn á handboltavellinum. Elín Rósa var í rauninni hér á öðrum fætinum, búin að vera mikið meidd og hún spilaði frábærlega hérna og opnaði vörnina hvað eftir annað. Magnaður leikmaður, enda er hún að fara út í þýsku Bundesliguna eftir tímabilið, en hún auðvitað lenti í þessum brotum. Þetta á ekki að sjást á handboltavellinum.“ Í vikunni kallaði Ágúst eftir því að Valsmenn og almennir handboltaáhugamenn myndu fjölmenna á þennan leik enda um stærsta leik í sögu íslensk kvenna handbolta að hans sögn. Því ákalli var heldur betur svarað og var mætingin á Hlíðarenda afskaplega góð. „Ég er bara gríðarlega þakklátur og bara stoltur fyrir hönd kvennaboltans að við séum í fyrsta skipti komin með lið í úrslitaleik og þakklátur öllu þessu fólki sem mætti hérna. Þetta var bara stórkostlegt. Þetta eru heldur ekki bara Valsarar heldur fullt af almennum handboltaáhugamönnum og við erum bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég talaði um stærsti en nú er einn stærri eftir og það er úrslitaleikurinn og ég vona bara að það verði uppselt á þann leik. Við fáum bara hingað 1.600 manns og löndum þessum Evróputitli heim. Það er markmiðið okkar og það er bara þannig í þessu að þessir heimavellir geta skipt gríðarlega miklu máli og við förum alltaf út og spilum á stórum völlum þar sem eru kannski þúsund til tvö þúsund manns. Við vonandi fáum áfram sömu mætinguna og þá getum við í rauninni gert allt. Við getum klárað þetta spænska lið í lokin og sótt þennan titil sem við bara klárlega ætlum að gera,“ sagði Ágúst að lokum.
Handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira