Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2025 08:39 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Hann er nú formaður félagsins auk þess að eiga sæti í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. Þetta kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar borgarstjórnar sem dagsett er 26. mars síðastliðinn. Vísir fjallaði um málið í þarsíðustu viku eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn Gíslason taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Kjartans Magnússonar. Kosningunni var þó frestað. Björn sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði mikið verið í íþrótta- og tómstundaráði í mjög langan tíma, en hann er nú formaður Fylkis. Hann sagðist telja mikilvægt að að láta á það reyna hvort að álitið um vanhæfi stæðist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ sagði Björn. Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Ekki talin þörf á að uppfæra minnisblaðið Í minnisblaði skrifstofustjóra og borgarlögmanns frá mars 2023 kom fram að Björn teldist vanhæfur til að sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem þá hét. Minnisblaðið var afhent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og varð ekki af boðuðum mannabreytingum í ráðinu á þeim tíma. Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 18. mars síðastliðinn að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn tæki sæti í menningar- og íþróttaráði réðst skrifstofa borgarstjórnar og embætti borgarlögmanns í að yfirfara efni minnisblaðsins frá 2023. Örlítið breytt orðalag breytir ekki forsendum Í bréfinu til forsætisnefndar kemur nú fram að ekki sé talin þörf á uppfærslu minnisblaðsins þar sem efni uppfærðra samninga og nýrrar samþykktar fyrir ráðið sé áþekkt því sem var er minnisblaðið var ritað. „Örlítið breytt orðalag nýrrar samþykktar breytir því ekki forsendum og niðurstöðu minnisblaðsins. Það helgast af því að ákvæði gildandi samþykktar fyrir ráðið kveða enn á um eftirlitsskyldu ráðsins með mannvirkjum á sviði íþrótta sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eða Reykjavíkurborg hefur veitt styrk til. Fyrir liggur að það á enn við í dag um Íþróttafélagið Fylki með sama hætti og fjallað er um á bls. 4 í minnisblaðinu. Þá liggur einnig fyrir að hlutaðeigandi borgarfulltrúi er enn í fyrirsvari fyrir Íþróttafélagið Fylki sem formaður félagsins og telst hann því enn í dag að auki vera vanhæfur til að fjalla um mál annarra íþróttafélaga sem stunda sömu atvinnustarfsemi og Íþróttafélagið Fylki,“ segir í bréfinu. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fylkir Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar borgarstjórnar sem dagsett er 26. mars síðastliðinn. Vísir fjallaði um málið í þarsíðustu viku eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn Gíslason taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Kjartans Magnússonar. Kosningunni var þó frestað. Björn sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði mikið verið í íþrótta- og tómstundaráði í mjög langan tíma, en hann er nú formaður Fylkis. Hann sagðist telja mikilvægt að að láta á það reyna hvort að álitið um vanhæfi stæðist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ sagði Björn. Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Ekki talin þörf á að uppfæra minnisblaðið Í minnisblaði skrifstofustjóra og borgarlögmanns frá mars 2023 kom fram að Björn teldist vanhæfur til að sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem þá hét. Minnisblaðið var afhent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og varð ekki af boðuðum mannabreytingum í ráðinu á þeim tíma. Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 18. mars síðastliðinn að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn tæki sæti í menningar- og íþróttaráði réðst skrifstofa borgarstjórnar og embætti borgarlögmanns í að yfirfara efni minnisblaðsins frá 2023. Örlítið breytt orðalag breytir ekki forsendum Í bréfinu til forsætisnefndar kemur nú fram að ekki sé talin þörf á uppfærslu minnisblaðsins þar sem efni uppfærðra samninga og nýrrar samþykktar fyrir ráðið sé áþekkt því sem var er minnisblaðið var ritað. „Örlítið breytt orðalag nýrrar samþykktar breytir því ekki forsendum og niðurstöðu minnisblaðsins. Það helgast af því að ákvæði gildandi samþykktar fyrir ráðið kveða enn á um eftirlitsskyldu ráðsins með mannvirkjum á sviði íþrótta sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eða Reykjavíkurborg hefur veitt styrk til. Fyrir liggur að það á enn við í dag um Íþróttafélagið Fylki með sama hætti og fjallað er um á bls. 4 í minnisblaðinu. Þá liggur einnig fyrir að hlutaðeigandi borgarfulltrúi er enn í fyrirsvari fyrir Íþróttafélagið Fylki sem formaður félagsins og telst hann því enn í dag að auki vera vanhæfur til að fjalla um mál annarra íþróttafélaga sem stunda sömu atvinnustarfsemi og Íþróttafélagið Fylki,“ segir í bréfinu.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fylkir Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent