Þetta kemur fram í opinberum gögnum sem birt voru af yfirvöldum í Svíþjóð í dag. Færri menn, færri konur og færri börn voru myrt í Svíþjóð í fyrra en sérfræðingar vonast til að þetta marki vatnaskil í Svíþjóð.
Lækkunin hefur að hluta til verið rakin til átaks hjá lögreglunni og aukins eftirlits, með fjölgun öryggismyndavéla, hertra laga og aukins valds lögreglu.
Í frétt SVT um málið er tekið fram að morðum fjölgaði nokkuð árið 2023 en þá voru ofbeldisverk milli glæpamanna, eins og skotárásir, nokkuð tíð. Það ár voru einnig fleiri konur og börn myrt en á árunum þar áður.
Flestir voru myrtir með skotvopnum, eins og á undanförnum árum, en tilfelli þar sem einhver var myrtur með byssu í Svíþjóð í fyrra voru 2,5 sinnum algengari í Svíþjóð en annarsstaðar í Evrópusambandinu, samkvæmt frétt Reuters.
Árið 2023 var 121 myrtur en þar áður voru þeir 116 og árið 2021 voru þeir 113 og hafa morðin verið á svipuðum slóðum síðasta áratuginn. Árið 2014 voru 87 myrtir í Svíþjóð og var fjöldinn sá sami árið 2013.
Morðin 92 í Svíþjóð í fyrra samsvara um 8,8 morðum á hverja milljón íbúa.
Hér á Íslandi var staðan þveröfug í fyrra. Þá var átta manns banað og samsvarar það um 20,6 morðum á hverja milljón íbúa.