Erlent

Lýsa yfir viku­langri þjóðar­sorg

Atli Ísleifsson skrifar
Nú er ljóst að fleiri en tvö þúsund hafa látist í skálftanum. Sú tala kann þó að vera mun hærri í raun.
Nú er ljóst að fleiri en tvö þúsund hafa látist í skálftanum. Sú tala kann þó að vera mun hærri í raun. AP

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir.

Nú er ljóst að fleiri en tvö þúsund hafa látist en skjálftinn hafði áhrif víða um landið og einnig í nágrannaríkjunum Kína og Taílandi. Bandaríska jarðfræðistofnunin segir þó miklar líkur á því að mun fleiri hafi í raun látist í hamförunum. Í Taílandi létust tuttugu hið minnsta.

Herforingjarnir sem stjórna Mjanmar að hluta, en þar geisar nú borgarastríð, hafa einnig verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir að hjálpargögn berist til allra staða, til að mynda í borginni Mandalay þar sem ástandið er einna verst.

Breska blaðið Guardian hefur eftir áströlskum læknum sem leiða hjálparstarfið í borginni að herinn hafi gert hjálpargögn upptæk og látið þau hreinlega hverfa.


Tengdar fréttir

Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar

Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann.

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“

Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×