Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:02 Arnar Gunnlaugsson í viðtali fyrir leik KR og ÍA sumarið 1997. Hann á ekki góðar minningar frá þeim leik eða þessum tíma. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn