„Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2025 16:30 Heiða er í dag borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er nýr borgarstjóri og ætlar sér stóra hluti. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, talaði um launin, störfin, framtíðarhorfur en kynntist líka persónulegu hliðinni á þessari kraftmiklu konu sem elskar hreyfingu, hollan mat og spilakvöld með fjölskyldunni. Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist