„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 1. apríl 2025 20:10 Hermann viðurkennir að mögulega hafi hann aðeins streist á móti handtökunni. „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira