Viðskipti innlent

Narfi frá JBT Marel til Kviku

Árni Sæberg skrifar
Narfi hefur störf hjá Kviku banka þann 1. maí.
Narfi hefur störf hjá Kviku banka þann 1. maí. Kvika banki

Narfi Snorrason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.

Í fréttatilkynningu frá Kviku segir að Narfi komi til Kviku frá JBT Marel, þar sem hann hafi starfað frá árinu 2015, síðast sem forstöðumaður stefnumótunar- og þróunar. 

Narfi hafi mjög víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu en hann hafi starfað um nokkurra ára skeið í Kaupmannahöfn; fyrst sem sérfræðingur á rannsóknar- og þróunarsviði hjá Ørsted, síðar í leveraged finance hjá Glitni og loks sem verkefnastjóri hjá Nordic M&A. Við heimkomu hafi Narfi ráðið sig sem verkefnastjóra í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka áður en hann hóf störf hjá Marel, síðar JBT Marel. Hjá Marel hafi Narfi leitt teymi stefnumótunar- og þróunar og komið að fjölmörgun yfirtökum og stefnumarkandi verkefnum á undanförnum misserum, nú síðast samruna JBT og Marel. Narfi muni hefja störf hjá Kviku banka 1. maí næstkomandi.

Narfi sé með M.Sc. í orkuverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, MBA frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×