Úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans er kominn á lokastigið enda mars að baki og fjögurra liða úrslitin fara fram um næstu helgi.
Caitlin Clark og Angel Reese vöktu mikla athygli á kvennakörfunni árin á undan en þær eru núna atvinnumenn í WNBA deildinni. Þær virðast þó hafa brotið niður ákveðinn múr því fjórir vinsælustu leikmennirnir í dag eru konur.
Þegar kemur að fylgjendum á samfélagsmiðlinum þá verður efsti karlinn, Cooper Flagg, að sætta sig við fimmta sætið á listanum.
Hann er með eina milljón fylgjenda en tvær vinsælustu eru með tvær milljónir fylgjenda.
Paige Bueckers hjá UConn er með flesta eða 2,1 milljón fylgjendur á Instagram. Flau'jae Johnson hjá LSU Tigers er með tvær milljónir fylgjenda.
Hailey Van Lith og Juju Watsins eru líka á undan Flagg sem spilar með Duke.
NBA liðunum dreymir um að fá Flagg til sín enda mjög öflugur leikmaður þar á ferðinni.
Spekingar spá því að hann geti orðið næsta stórstjarnan í NBA-deildinni en þrátt fyrir mikið umtal og mikla hæfileika þá slær hann ekki út körfuboltastelpurnar í vinsældum á netinu.