Innlent

Er­lendir ferða­menn gripnir glóðvolgir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm

Erlendir ferðamenn voru gripnir við þjófnað í matvöruverslun eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar kemur fram að atvikið sem málið varðar hafi átt sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem hefur eftirlit með Hafnarfirði og Garðabæ.

Tilkynnt var um rán í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sér um Kópavog og Breiðholt. Þar var ráðist að manni og fjármunir teknir. Fram kemur að það mál sé í rannsókn og einn grunaður.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sér meðal annars um Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, var tilkynnt um yfirstandandi innbrot á heimili. Tveir komust undan á hlaupum eftir átök við húsráðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×