Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun