Innlent

Ekkert spurst til Sól­rúnar á Spáni í nokkra daga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Feðginin Sólrún Petra og Halldór.
Feðginin Sólrún Petra og Halldór. Halldór Ágústsson

Ekkert hefur spurst til Sólrúnar Petru Halldórsdóttur, 24 ára gamallar íslenskrar konu, í tæplega þrjá sólarhringa. Síðast er vitað um ferðir hennar á Torrevieja-svæðinu á Spáni.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins staðfestir við Vísi að umrætt mál sjá á þeirra borði. Borgaraþjónustan veitir þó ekki frekari upplýsingar um einstök mál.

Halldór Ágústsson, faðir Sólrúnar, greinir frá því í samtali við Vísi að Sólrún glími við fjölþættan vanda.

„Lögregluyfirvöld á Spáni eru búin að fá allar upplýsingar um hana og myndir af henni, en þeim hefur ekki tekist að finna hana. Þeir hafa leitað á öllum lögreglustöðum og sjúkrahúsum alls staðar í grendinni. Hún fannst hvergi. Enginn virðist vita neitt hvað varð um hana,“ segir Halldór.

Hann tjáir sig um málið við fréttastofu í von um að Íslendingar á Spáni verði varir um málið og hafi augun opin fyrir Sólrúnu.

„Hún leigir með öðrum Íslendingi í La Mata, sem er rétt hjá Torrevieja. Hún varð viðskila við heimili sitt. Það fann hana einhver um kvöldið 31. mars úti í garði hjá sér í engum skóm og sokkum, bara í peysu og buxum, og var greinilega ekki búin að borða mikið. Það var farið með hana á spítalann á Torrevieja. Um klukkan þrjú um nóttina var henni bara vísað út af spítalanum með engin skilríki, engan pening og engan síma,“ segir Halldór.

„Hún hefur bara ráfað út í buskann og síðan hefur ekkert spurst til hennar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×