Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 15:43 Frá því að Þjóðverjinn Ursula von der Leyen var endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í fyrra hefur hún lagt áherslu á afregluvæðingu til þess að auka samkeppnishæfni Evrópu. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma. Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi árið 2018 markaði tímamót og hefur orðið að nokkurs konar almennum staðli um vernd persónuupplýsinga á heimsvísu. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB áhyggjur af því að reglugerðafargan íþyngi evrópskum fyrirtækjum og sligi þau í samkeppni við bandaríska og kínverska keppinauta. Því hyggst framkvæmdastjórnin leggja fram tillögur til þess að „einfalda“ persónuverndarlöggjöfina á næstu vikum. Markmiðið er sagt að lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi ekki að eyða eins löngum tíma í að uppfylla flóknar kröfur löggjafarinnar og þau gera nú, að því er segir í Evrópuútgáfu dagblaðsins Politico. Caroline Stage Olsen, ráðherra starfrænna mála í Danmörku, sagði í síðustu viku að margt gott væri í persónuverndarlöggjöfinni og að friðhelgi einkalífs fólks væri nauðsynleg. „En við verðum ekki að setja reglur á heimskulegan hátt. Við verðum að gera fyrirtækjum og iðnaði auðveldara um vik að fara eftir reglunum,“ sagði hún. Samkeppnishæfni Evrópu hefur verið í brennidepli eftir að Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, skilaði svartri skýrslu í haust sem sagði að lífkjörum í álfunni ætti eftir að fara hnignandi á næstu áratugum ef hún girti sig ekki í brók. Benti hann sérstaklega á persónuverndarlöggjöfina sem dæmi um íþyngjandi regluverk sem héldi aftur af evrópskum fyrirtækjum. Talsmenn persónuverndarsjónarmiða óttast að löggjöfin verði útvötnuð enn frekar undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum ef framkvæmdastjórnin opnar glufu á henni nú. Tæknifyrirtæki eyddu fúlgum fjár í að reyna að hafa áhrif á löggjöfina þegar hún var í smíðum á sínum tíma.
Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. 31. mars 2025 12:38