Viðskipti innlent

Öll fé­lög lækkuðu nema þrjú

Árni Sæberg skrifar
Dagurinn var rauður í Kauphöllinni.
Dagurinn var rauður í Kauphöllinni. Vísir/Vilhelm

Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki.

Fjármálamarkaðir um allan heim hafa titrað í dag í kjölfar tilkynningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gildistöku nýrra innflutningstolla á alla heimsbyggðina. Fylgst hefur verið með gangi mála hvað það varðar í vaktinni í dag.

Hér á landi lækkaði gengi, JBT Marel mest, eða um 7,83 prósent. Félagið er einnig skráð á markað í Bandaríkjunum. Gengi annars slíks félags, Oculis, lækkaði næst mest, eða um 6,56 prósent. Gengi Amaroq, sem einnig er skráð á markað í Kanada og í Bretlandi, lækkaði um 6,1 prósent.

Einungis gengi Hampiðjunnar, Símans og Skaga lækkaði ekki en það stóð í stað. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,94 prósent í dag og hefur ekki verið lægri síðan í október í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×