Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, fer yfir málin með kollegum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/Diego Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira