Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 16:21 Mennirnir tveir tóku pallbíl ófrjálsri hendi af höfninni á Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að aka stolnum bíl undir miklum áhrifum áfengis og kannabiss. Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár. Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár.
Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira