Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 09:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. „Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira