Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 15:29 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira