Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 7. apríl 2025 10:46 Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég hef engan áhuga á að setjast í neinn valdastól í Sósíalistaflokknum. Ég er ekki að fara að bjóða mig fram á næsta aðalfundi, og er ekki að undirbúa einhverja kosningabaráttu. Ég vil ræða hvað er að í flokknum og hvað þurfi að gera til að bæta úr. Þar sem að hvergi er hægt að eiga í samtali við Gunnar Smára sjálfan, eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri í flokknum án þess að vera öskraður niður eða uppnefndur, tel ég betra að þær komi fram hér þar sem ég vona að stuðningur heyrist. Það er mikilvægt að geta sýnt fólki fram á hvernig hlutirnir raunverulega ganga fyrir sig, því formaðurinn vill helst stjórna narratívunni. Neitaði til dæmis að mæta á Pallborðið til að ræða við okkur Karl Héðinn ásamt Sönnu um stöðu flokksins. Kaus frekar að halda klukkutíma ræðu í sínum eigin þætti þar sem hann svaraði fyrir eineltisásakanir með því að leggja fólk í einelti. Líkja því við skepnur. Formaðurinn leggst lágt Meðal þess sem Gunnar Smári Egilsson hefur látið úr sér á undanförnum vikum, er að tala um Karl Héðinn Kristjánsson, formann ungliðahreyfingar sósíalista, sem „loddara". Segir að honum blöskri framferði fólks sem gagnrýni sig og annað forystufólk í flokknum. Viku eftir að hafa líkt gagnrýnendum sínum við hræætur, sagði hann „fylgjendur" Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að þeim sem séu þeim ósammála. Jafnframt vill hann meina að „skynsamt fólk" muni stíga fram til varnar svona lúalegum undirróðri. Ekki kemur fram um hvaða "undirróður" sé að ræða, en það sem Karl Héðinn hefur bent á lengi er að hann vilji umræður um breytingar á skipulagi í flokknum, sem ítrekað hefur verið sópað af borðinu af forystunni, með þeim rökum að Karl sé svo valdasjúkur einstaklingur. Hann og fleiri séu svo „særðir af einelti" í æsku og með svo „sært egó" að ekki sé neitt mark á þeim að taka. En samt eru það Karl Héðinn og félagar sem stunda „lúalegan undirróður“ samkvæmt formanninum. Þetta séu allt bara froðufellandi „ungherrar“ í valdatafli. Gagnrýni kvenna eins og Unnar Ránar Reynisdóttur, Sigrúnar E Unnsteinsdóttur, Omel Svarss Manumbas og margra annarra er látin sem vind um eyru þjóta. Þó svo að fjöldi fólks af öllum aldri, sama af hvaða kyni hafi tekið undir með gagnrýninni þá er henni ekki svarað. Það hentar ekki narratívu formannsins um að þetta séu bara brjálaðir ungherrar fullir af kvenfyrirlitningu. Undirróðurinn kemur síðan auðvitað ekki úr áttum formannsins. Nei, formaðurinn gerir aldrei neitt rangt. Hann er ekki með undirróður þegar hann líkir gagnrýnendum sínum við skepnur. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir að þeir hafi verið lagðir í einelti sem börn. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir gagnrýnendur sína tala fyrir „maóískri menningarbyltingu“. Og hann er auðvitað ekki með undirróður þegar hann segir félaga í flokknum ætla að breyta Sósíalistaflokk Íslands í nýja Alþýðufylkingu. Engar af fullyrðingum hans halda neinu vatni. Enda rökstyður hann þær ekki nánar. Þegar formaðurinn sakar aðra um undirróður er hann að stunda vörpun (e. projection), þar sem hann sakar annað fólk um það sem hann gerir sjálfur sjálfur. Það er eins og formaðurinn geti ekki horft í spegil. Hann sér ekki að það er hann sjálfur sem dælir út undirróðri í hverri setningu, og hefur gert síðustu vikur. Vill virkja Samviskuna til að reka fólk úr flokknum Nú er formanninum nóg boðið. Hann talar um að flokkurinn eigi að „hrista af sér uppreisnarfólkið“. Flokkurinn muni að öðrum kosti brenna upp á nokkrum dögum eða vikum. Það hlýtur bara að þýða að nú eigi að ráðast í einhvers konar aðgerðir. Til þess að hrista fólkið af sér er tvennt í stöðunni. Annað hvort að mæta á næsta aðalfund og sigra kosningar gegn þessum óþjóðalýð. Eða reka andstæðingana úr flokknum. Seinni kosturinn hefur verið ræddur af alvöru inni í framkvæmdastjórn flokksins. Rætt hefur verið af fullri alvöru um að virkja Samviskuna til þess að henda fólki úr flokknum sem „elur á óeiningu“. Og nú fyrir um tveimur vikum var ákveðið að framkvæmdastjórn, undir formennsku Gunnars Smára, færi í það að slembivelja fólk í Samviskuna, sem hefur heimildir til að reka fólk úr flokknum. Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir. Upphaflega var talað um Samviskuna sem fyrirbæri til að uppræta einelti og ofbeldi í flokknum. Félagar gætu skilað kvörtunum til Samviskunnar sem síðan myndi vinna úr málinu. Margt fólk hefur einmitt viljað koma málum áleiðis til Samviskunnar en hún hefur ekki verið starfandi frá stofnun. En núna er rætt af fullri alvöru að virkja hana þegar vísa á fólki á dyr sem talið er ógn við flokkinn að mati formannsins. Það má benda á að þeir sem halda munu um slembivalið á Samviskunni er framkvæmdastjórn sem er undir formennsku Gunnars Smára. Hann segir að fólk sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hans hendi hafi bara átt að leita til Samviskunnar. Sömu Samvisku og hefur ekki tekið við erindum frá upphafi. Semsagt í mörg ár. Margir félagar hafa óskað eftir úrlausn á sínum málum en fengið engin viðbrögð. En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi. Valdið úr höndum eins manns og yfir til fjöldans Þegar ég starfaði sem borgarfulltrúi gekk margt á sem ég hef ekki greint frá áður. Ég var fullur af elju og dug þegar ég hóf störf. Hafði fórnað miklu í kosningabaráttuna, sem fátækur námsmaður í ólaunuðu leyfi í nokkra mánuði. Ég komst inn þökk sé frábærri kosningabaráttu með Sönnu. Við vorum alla daga frá morgni til kvölds að vinna saman í þessari baráttu. Það voru líka góðir félagar sem studdu okkur mjög, og verð ég þeim ævinlega þakklátur. Eftir kosningar bjóst ég að sjálfsögðu við að fá stuðning til verka og samheldni. Við erum jú flokkur bræðarlags og mannhelgi. Gildi sósíalismans. Annað kom á daginn. Nánast um leið og störf byrjuðu var formaðurinn farinn að skipa okkur borgarfulltrúum fyrir verkum. Það er sérstakt í ljósi þess að fylgismenn hans tala um hann sem svo valdalítinn. Formaður framkvæmdastjórnar hafi í raun mjög lítil völd. Samt taldi hann sig hafa umboð til að skipa okkur fyrir. Segja okkur hvað, og hvað við ættum ekki að gera. Hvaða mál ég ætti að fjalla um, hvað við yrðum að gera. Endalausar fyrirskipanir. Orð eins og „þið verðið“, „þið eigið“, „þið ættuð“, „þið þurfið“. Andandi ofan í hálsmálið á okkur. Kallandi eftir upplýsingum frá borginni svo hann gæti unnið gagnavinnslu fyrir sjálfan sig og sína vinnu. Hvort er það? Að Gunnar Smári sé valdalítill og eigi því ekki að skuggastýra borgarfulltrúum flokksins, eða að hann sé valdamikill og hafi verið í fullum rétt til þess? Það getur ekki verið bæði. Hvað segja fylgismenn hans við því? Er hann kannski bæði valdalítill en má samt segja kjörnum fulltrúum fyrir verkum og gera lítið úr vel unnum störfum? Til að mynda þegar við Sanna börðumst af hörku gegn einkavæðingu Ljósleiðarans, og hann talaði um að það væri „veikt“ af okkar hálfu að vera að pæla svona mikið í því. Það er ekkert að því að hvaða félagi sem er komi með ábendingar til kjörinna fulltrúa. Málefnaleg gagnrýni á alltaf rétt á sér. En fyrirskipanir grafa undan sjálfstæði þeirra og gefa það sterklega til kynna að formaðurinn sé sá sem hafi völdin. Það eigi að vera undir honum komið hvað maður gerir. Það er því áhugavert að sjá viðbrögðin þegar kallað er eftir aukinni valdeflingu hins almenna félagsmanns í flokknum, að þá líkir hann því við einhvers konar einræðistilburði. Að hann sjálfur geti ekki lengur sagt öllum fyrir verkum, heldur fólkið. Það er einræði í augum einræðisherrans. Það sem þarf að gera Við verðum að fjölmenna á Sósíalistaþing í maí, þar sem ákvörðun verður tekin um framtíð flokksins. Reyndar hefur ekki enn verið boðað til fundar, sem er ekki gott. Mín von er að hægt verði að kjósa til forystu fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu innan flokksins. Þar sem samskiptin verði nærandi og gefandi, en ekki uppfull af ótta við að styggja þann sem öllu ræður. Ætlum við að vera flokkur undir leiðsögn eins manns, eða leiðsögn fjöldans? Ætlum við að virkja starf flokksins um allt land eða halda okkur við bergmálshellinn í Bolholti? Ætlum við að hafa fleiri opna félagsfundi þar sem félagar valdeflast og finnst þátttaka þeirra skipta máli? Fyrir mitt leyti er augljóst að í þá átt eigum við að stefna. Formaðurinn berst hatrammalega gegn öllum tilraunum sem veikja hans eigið tangarhald á flokknum. Hann kallar það illum nöfnum og stundar undirróður gegn lýðræðinu. Það er háttur einræðisherranna. Verum bjartsýn og tölum við félaga í kringum okkur. Virkjum fólk sem hefur ekki mætt lengi vegna framkomu formannsins og eitraðrar menningar sem hann hefur kynnt undir. Segjum þeim að nýir, bjartari tímar séu framundan. Nú er tíminn til að sameinast um framtíðarsýn sem verður öllu landinu til hagsbóta, þar sem verkalýðurinn hefur völd í samfélaginu og auðvaldinu verður steypt af stóli. Til þess þarf flokkurinn að virkja raddir fjöldans, en ekki kúga þær. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég hef engan áhuga á að setjast í neinn valdastól í Sósíalistaflokknum. Ég er ekki að fara að bjóða mig fram á næsta aðalfundi, og er ekki að undirbúa einhverja kosningabaráttu. Ég vil ræða hvað er að í flokknum og hvað þurfi að gera til að bæta úr. Þar sem að hvergi er hægt að eiga í samtali við Gunnar Smára sjálfan, eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri í flokknum án þess að vera öskraður niður eða uppnefndur, tel ég betra að þær komi fram hér þar sem ég vona að stuðningur heyrist. Það er mikilvægt að geta sýnt fólki fram á hvernig hlutirnir raunverulega ganga fyrir sig, því formaðurinn vill helst stjórna narratívunni. Neitaði til dæmis að mæta á Pallborðið til að ræða við okkur Karl Héðinn ásamt Sönnu um stöðu flokksins. Kaus frekar að halda klukkutíma ræðu í sínum eigin þætti þar sem hann svaraði fyrir eineltisásakanir með því að leggja fólk í einelti. Líkja því við skepnur. Formaðurinn leggst lágt Meðal þess sem Gunnar Smári Egilsson hefur látið úr sér á undanförnum vikum, er að tala um Karl Héðinn Kristjánsson, formann ungliðahreyfingar sósíalista, sem „loddara". Segir að honum blöskri framferði fólks sem gagnrýni sig og annað forystufólk í flokknum. Viku eftir að hafa líkt gagnrýnendum sínum við hræætur, sagði hann „fylgjendur" Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að þeim sem séu þeim ósammála. Jafnframt vill hann meina að „skynsamt fólk" muni stíga fram til varnar svona lúalegum undirróðri. Ekki kemur fram um hvaða "undirróður" sé að ræða, en það sem Karl Héðinn hefur bent á lengi er að hann vilji umræður um breytingar á skipulagi í flokknum, sem ítrekað hefur verið sópað af borðinu af forystunni, með þeim rökum að Karl sé svo valdasjúkur einstaklingur. Hann og fleiri séu svo „særðir af einelti" í æsku og með svo „sært egó" að ekki sé neitt mark á þeim að taka. En samt eru það Karl Héðinn og félagar sem stunda „lúalegan undirróður“ samkvæmt formanninum. Þetta séu allt bara froðufellandi „ungherrar“ í valdatafli. Gagnrýni kvenna eins og Unnar Ránar Reynisdóttur, Sigrúnar E Unnsteinsdóttur, Omel Svarss Manumbas og margra annarra er látin sem vind um eyru þjóta. Þó svo að fjöldi fólks af öllum aldri, sama af hvaða kyni hafi tekið undir með gagnrýninni þá er henni ekki svarað. Það hentar ekki narratívu formannsins um að þetta séu bara brjálaðir ungherrar fullir af kvenfyrirlitningu. Undirróðurinn kemur síðan auðvitað ekki úr áttum formannsins. Nei, formaðurinn gerir aldrei neitt rangt. Hann er ekki með undirróður þegar hann líkir gagnrýnendum sínum við skepnur. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir að þeir hafi verið lagðir í einelti sem börn. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir gagnrýnendur sína tala fyrir „maóískri menningarbyltingu“. Og hann er auðvitað ekki með undirróður þegar hann segir félaga í flokknum ætla að breyta Sósíalistaflokk Íslands í nýja Alþýðufylkingu. Engar af fullyrðingum hans halda neinu vatni. Enda rökstyður hann þær ekki nánar. Þegar formaðurinn sakar aðra um undirróður er hann að stunda vörpun (e. projection), þar sem hann sakar annað fólk um það sem hann gerir sjálfur sjálfur. Það er eins og formaðurinn geti ekki horft í spegil. Hann sér ekki að það er hann sjálfur sem dælir út undirróðri í hverri setningu, og hefur gert síðustu vikur. Vill virkja Samviskuna til að reka fólk úr flokknum Nú er formanninum nóg boðið. Hann talar um að flokkurinn eigi að „hrista af sér uppreisnarfólkið“. Flokkurinn muni að öðrum kosti brenna upp á nokkrum dögum eða vikum. Það hlýtur bara að þýða að nú eigi að ráðast í einhvers konar aðgerðir. Til þess að hrista fólkið af sér er tvennt í stöðunni. Annað hvort að mæta á næsta aðalfund og sigra kosningar gegn þessum óþjóðalýð. Eða reka andstæðingana úr flokknum. Seinni kosturinn hefur verið ræddur af alvöru inni í framkvæmdastjórn flokksins. Rætt hefur verið af fullri alvöru um að virkja Samviskuna til þess að henda fólki úr flokknum sem „elur á óeiningu“. Og nú fyrir um tveimur vikum var ákveðið að framkvæmdastjórn, undir formennsku Gunnars Smára, færi í það að slembivelja fólk í Samviskuna, sem hefur heimildir til að reka fólk úr flokknum. Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir. Upphaflega var talað um Samviskuna sem fyrirbæri til að uppræta einelti og ofbeldi í flokknum. Félagar gætu skilað kvörtunum til Samviskunnar sem síðan myndi vinna úr málinu. Margt fólk hefur einmitt viljað koma málum áleiðis til Samviskunnar en hún hefur ekki verið starfandi frá stofnun. En núna er rætt af fullri alvöru að virkja hana þegar vísa á fólki á dyr sem talið er ógn við flokkinn að mati formannsins. Það má benda á að þeir sem halda munu um slembivalið á Samviskunni er framkvæmdastjórn sem er undir formennsku Gunnars Smára. Hann segir að fólk sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hans hendi hafi bara átt að leita til Samviskunnar. Sömu Samvisku og hefur ekki tekið við erindum frá upphafi. Semsagt í mörg ár. Margir félagar hafa óskað eftir úrlausn á sínum málum en fengið engin viðbrögð. En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi. Valdið úr höndum eins manns og yfir til fjöldans Þegar ég starfaði sem borgarfulltrúi gekk margt á sem ég hef ekki greint frá áður. Ég var fullur af elju og dug þegar ég hóf störf. Hafði fórnað miklu í kosningabaráttuna, sem fátækur námsmaður í ólaunuðu leyfi í nokkra mánuði. Ég komst inn þökk sé frábærri kosningabaráttu með Sönnu. Við vorum alla daga frá morgni til kvölds að vinna saman í þessari baráttu. Það voru líka góðir félagar sem studdu okkur mjög, og verð ég þeim ævinlega þakklátur. Eftir kosningar bjóst ég að sjálfsögðu við að fá stuðning til verka og samheldni. Við erum jú flokkur bræðarlags og mannhelgi. Gildi sósíalismans. Annað kom á daginn. Nánast um leið og störf byrjuðu var formaðurinn farinn að skipa okkur borgarfulltrúum fyrir verkum. Það er sérstakt í ljósi þess að fylgismenn hans tala um hann sem svo valdalítinn. Formaður framkvæmdastjórnar hafi í raun mjög lítil völd. Samt taldi hann sig hafa umboð til að skipa okkur fyrir. Segja okkur hvað, og hvað við ættum ekki að gera. Hvaða mál ég ætti að fjalla um, hvað við yrðum að gera. Endalausar fyrirskipanir. Orð eins og „þið verðið“, „þið eigið“, „þið ættuð“, „þið þurfið“. Andandi ofan í hálsmálið á okkur. Kallandi eftir upplýsingum frá borginni svo hann gæti unnið gagnavinnslu fyrir sjálfan sig og sína vinnu. Hvort er það? Að Gunnar Smári sé valdalítill og eigi því ekki að skuggastýra borgarfulltrúum flokksins, eða að hann sé valdamikill og hafi verið í fullum rétt til þess? Það getur ekki verið bæði. Hvað segja fylgismenn hans við því? Er hann kannski bæði valdalítill en má samt segja kjörnum fulltrúum fyrir verkum og gera lítið úr vel unnum störfum? Til að mynda þegar við Sanna börðumst af hörku gegn einkavæðingu Ljósleiðarans, og hann talaði um að það væri „veikt“ af okkar hálfu að vera að pæla svona mikið í því. Það er ekkert að því að hvaða félagi sem er komi með ábendingar til kjörinna fulltrúa. Málefnaleg gagnrýni á alltaf rétt á sér. En fyrirskipanir grafa undan sjálfstæði þeirra og gefa það sterklega til kynna að formaðurinn sé sá sem hafi völdin. Það eigi að vera undir honum komið hvað maður gerir. Það er því áhugavert að sjá viðbrögðin þegar kallað er eftir aukinni valdeflingu hins almenna félagsmanns í flokknum, að þá líkir hann því við einhvers konar einræðistilburði. Að hann sjálfur geti ekki lengur sagt öllum fyrir verkum, heldur fólkið. Það er einræði í augum einræðisherrans. Það sem þarf að gera Við verðum að fjölmenna á Sósíalistaþing í maí, þar sem ákvörðun verður tekin um framtíð flokksins. Reyndar hefur ekki enn verið boðað til fundar, sem er ekki gott. Mín von er að hægt verði að kjósa til forystu fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu innan flokksins. Þar sem samskiptin verði nærandi og gefandi, en ekki uppfull af ótta við að styggja þann sem öllu ræður. Ætlum við að vera flokkur undir leiðsögn eins manns, eða leiðsögn fjöldans? Ætlum við að virkja starf flokksins um allt land eða halda okkur við bergmálshellinn í Bolholti? Ætlum við að hafa fleiri opna félagsfundi þar sem félagar valdeflast og finnst þátttaka þeirra skipta máli? Fyrir mitt leyti er augljóst að í þá átt eigum við að stefna. Formaðurinn berst hatrammalega gegn öllum tilraunum sem veikja hans eigið tangarhald á flokknum. Hann kallar það illum nöfnum og stundar undirróður gegn lýðræðinu. Það er háttur einræðisherranna. Verum bjartsýn og tölum við félaga í kringum okkur. Virkjum fólk sem hefur ekki mætt lengi vegna framkomu formannsins og eitraðrar menningar sem hann hefur kynnt undir. Segjum þeim að nýir, bjartari tímar séu framundan. Nú er tíminn til að sameinast um framtíðarsýn sem verður öllu landinu til hagsbóta, þar sem verkalýðurinn hefur völd í samfélaginu og auðvaldinu verður steypt af stóli. Til þess þarf flokkurinn að virkja raddir fjöldans, en ekki kúga þær. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun