Dæla tölvupóstum á ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 10:54 Yvon Chouinard er stofnandi og eigandi Patagoniu. Fyrirtækið berst gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala hér á landi. Vísir/Getty/Vilhelm Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur. Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu. Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu.
Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira