UConn hefur unnið tólf háskólameistaratitla sem er met. Fyrir úrslitaleikinn í gær deildi UConn metinu með UCLA í karlaflokki.
Suður Karólína varð meistari 2022 og 2024 og átti því titil að verja. En stelpurnar hennar Dawn Staley áttu ekki mikla möguleika í UConn í úrslitaleiknum sem fór fram í Flórída.
Sleðahundarnir unnu 23 stiga sigur og tryggðu sér sinn fyrsta titil síðan 2016. UConn vann titilinn fjögur ár í röð (2013-16) en þurfti síðan að bíða í níu ár eftir að verða meistari næst.
WE’RE BACK
— UConn Women’s Basketball (@UConnWBB) April 6, 2025
THE HUSKIES ARE NATIONAL CHAMPIONS pic.twitter.com/YSPS5mARm7
Paige Bueckers lauk háskólaferli sínum með titli en búist er við því að hún verði valin með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar í næstu viku.
Nothing but a HISTORIC career for Paige Bueckers 🐐
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 6, 2025
👏 FASTEST UConn player to 2K PTS
👏 3x Big East POY, MOP, All-Big East
👏 1x Wooden Naismith & AP POY
👏 3x First-Team All-American
👏 National champion 🏆
Next up, the WNBA 👑🔥 pic.twitter.com/5iMgW8OnKW
Bueckers skoraði sautján stig í úrslitaleiknum en Sarah Strong og Azzi Fudd voru stigahæstar hjá UConn með 24 stig hvor. Fudd var valin besti leikmaður úrslitahelgarinnar.
Joyce Edwards og Tessa Johnson skoruðu tíu stig hvor fyrir Suður Karólínu sem var aðeins með 34 prósent skotnýtingu í leiknum.