Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 08:01 Selma Svavarsdóttir formaður KÍO. Elísabet Blöndal Rúmlega 200 konur komu saman til að fræðast og efla tengsl kvenna í orkugeiranum á fyrstu ráðstefnu samtakanna Konur í orkumálum. Ráðstefnan er sú fyrsta sem samtökin halda og var haldin í tilefni af Kvennaárinu. Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi á ráðstefnunni verið lögð á leiðtogafærni, hugrekki og sjálfbæra framtíð þar sem öflugur hópur fyrirlesara deildu á kraftmikinn en einlægan hátt sinni reynslu. Jóhann Páll Jóhannson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti opnunarávarp ráðstefnunnar og lýsti vilja ráðuneytisins til samstarfs við KÍO. „Ég hef mælt fyrir einföldun á leyfisferlum í orkumálum og er boðinn og búinn til samstarfs við KÍO um greiningar, átaksverkefni eða hvað eina sem tengist markmiðum samtakanna.“ Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna. Elísabet Blöndal Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO, ræddi mikilvægi tengslamyndunar, þakkaði fyrir mikinn áhuga á KÍO deginum og lýsti orkugeiranum sem spennandi og vaxandi vettvangi fyrir fjölbreyttan hóp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og verðandi forstjóri Landsnets kallaði eftir nýrri sýn á mistök: „Orðið ‘mistök’ er óþolandi – þau eru ekkert annað en reynsla. Við þurfum nýtt orð yfir mistök.“ Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og verðandi forstjóri Landsnets ávarpaði fundinn. Elísabet Blöndal Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson, ráðgjafar í framkomu og leiðtogafærni, tóku undir orð Rögnu og hvöttu til þess að hætt yrði að tala um mistök. Þess í stað lögðu þeir til að orðið reynsluspor yrði tekið upp. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Kolibri, minnti á hugrekki sem vöðva sem þarf að þjálfa: „Það er engin heppni í því að vera rétt manneskja – maður þarf að vinna í því og sækjast í það sem mann langar til að gera.“ Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson þáttastjórnendur Bakherbergisins. Elísabet Blöndal Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, talaði um leiðina að stjórnarsæti og minnti á mikilvægi þess að átta sig á þeirri færni og reynslu sem við búum yfir og gagnleg er fyrirtækjum. Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS, talaði um mikilvægi þess að leiðtogar byggi upp jákvæða vinnustaðamenningu með heiðarleika og gleði að leiðarljósi: „Það er ekkert mál að ná skjótum árangri í mikilli árangursmenningu – en það er nánast útilokað til lengri tíma nema fólki líði vel. Vinnustaðamenning er langhlaup, ekki spretthlaup.“ Guðný Helga Jónsdóttir, forstjóri VÍS. Elísabet Blöndal Hún lagði jafnframt áherslu á að árangur og umhyggja væru ekki andstæður heldur samverkandi kraftar. „Ég hef óþol fyrir leiðindum – það er gleðin sem knýr mig áfram.“ Stjórn KÍO: Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meribekova, Valdís Guðmundsdóttir og Heiða Halldórsdóttir. (Á myndina vantar Ásgerði K. Sigurðardóttir og Helgu Kristínu Jóhannsdóttir).Elísabet Blöndal
Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira