Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 12:41 Frank Büchel, sendiherra Liechtenstein í Genf, Cecile Terese Myrseth, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Yulia Svyrydenko, varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra Úkraínu, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, og Jacques Gerber, fulltrúi svissneskra stjórnvalda gagnvart Úkraínu. Stjórnarráðið Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kænugarði í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. „Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu. EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Hann segir samninginn opna á ný tækifæri fyrir bæði íslensk og úkraínsk fyrirtæki. „Nýmælin í samningnum eru reglur um rafræn viðskipti, um lítil og meðalstór fyrirtæki …. Og sjálfbæt viðskipti. Þannig það má segja að hann endurspegli betur viðskiptaumhverfið eins og það er í dag,“ segir Logi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að í samningnum séu ákvæði um ríkari aðgang fyrir íslenskar kjötafurðir, sælgæti og unnar matvörur til Úkraínu en að á móti geti Úkraínumenn flutt inn grænmet, unnin matvæli og einhver drykkjarföng. Skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld Logi er staddur í Kænugarði og segir skrítið að vera í bakgarðinum á styrjöld, en það sé nokkuð friðsamlegt eins og er í Kænugarði. „Með samningnum vilja EFTA-ríkin styrkja og stuðla að efnahagsstefnu Úkraínu sem miðar að aukinni samþættingu við evrópska markaðinn.“ Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að viðræður um uppfærslu samningsins hafi hafist árið 2023 en lokið við lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. Þar stendur einnig að uppfærður samningur kveði á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. „Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.“ Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu.
EFTA Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira