Aron var rekinn af velli undir lok leiksins á Akureyri eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson. Sérfræðingum Stúkunnar, þeim Bjarni Guðjónssyni og Ólafi Kristjánssyni, fannst rauða spjaldið nokkuð harður dómur en KA-menn voru ekki sáttur við þá umræðu.
Nú er ljóst að Aron missir af næstu tveimur leikjum KR; gegn Val á AVIS-vellinum í Laugardal á mánudaginn og gegn FH í Kaplakrika miðvikudaginn 23. apríl.
KR verður einnig án Hjalta Sigurðssonar í leiknum gegn Val en hann fékk rautt spjald í uppbótartíma gegn KA.
Þá fékk Gylfi Þór Sigurðsson eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í 2-0 sigri Víkings á ÍBV í gær.
Gylfi missir af leik Víkings gegn bikarmeisturum KA á sunnudaginn.