Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:31 Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun