Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 19:18 Musk var ekki ánægður með svívirðingar net-trölla sem rigndu yfir hann meðan hann dó ítrekað í tölvuleiknum Path of Exile 2. Getty Auðjöfurinn Elon Musk slökkti á beinu tölvuleikjastreymi sínu eftir að hafa þurft að þola látlausa svívirðingahríð af hendi nettrölla. Musk gekk erfiðlega í leiknum og dó ítrekað en hann hefur viðurkennt að hafa borgað öðrum til að koma karakterum hans á hærra stig. Hinn 53 ára Musk var um borð í einkaþotu sinni á laugardagskvöld þegar hann ákvað að sýna hve öflug nettenging Starlink-gervihnattarins væri í flugvélinni. Það gerði hann með því að streyma sjálfum sér að spila tölvuleikinn Path of Exile 2 (PoE2) á samfélagsmiðlinum X. Tölvuleikurinn er í miklu uppáhaldi hjá Musk en í byrjun árs kom mörgum á óvart að hann skyldi vera meðal stigahæstu spilara heims, á sama tíma og hann rekur fyrirtæki sín og sparnaðarstofnunina DOGE. Eftir að Musk birti af sér myndband að spila leikinn fyrr á árinu kom í ljós að færni hans samræmdist ekki stiginu sem karakter hans var staddur á. Netverjar voru vissir um að hann hefði svindlað á einhvern hátt eða kæmi ekki hreint fram. Á endanum viðurkenndi Musk að hann hefði borgað öðrum spilurum til að spila með karakter sinn og þannig komast á hærra stig. Þóttist vera barnsmóðirin sem Musk deilir um forræði við Um borð í einkaþotunni streymdi Musk í beinni á X af sér að spila leikinn á hæsta erfiðleikastigi. Fljótt kom í ljós að hann réði illa við erfiðleikastigið þar sem hann dó ítrekað. Það var þó bara smámál fyrir suðurafríska auðjöfurinn samanborið við tröllin sem tóku að birtast í netspjalli leiksins. Hver notandinn á fætur öðrum birtist á spjallinu til að svívirða Musk sem virtist ekki kunna að slökkva á spjallinu heldur aðeins geta þaggað niður í hverjum og einum þeirra. Musk sat því þögull í rúman einn og hálfan tíma meðan notendur með nöfn á borð við „ELON_IS_A_PEEDOPHILE“ og „ELON_MUSK_IS_PATHETIC“ spömmuðu svívirðingar á borð við: „Þú átt enga vini og þú munt deyja einn“ og „Þú munt alltaf vera óöruggur og sú tilfinning mun aldrei hverfa.“ „Elon. Þetta er ég, Ashley St. Claire. Ég hef engar aðrar leiðir til að hafa samband við þig svo ég keypti aðgang að PoE2. Vinsamlegast borgaðu meðlagið þitt. Takk Elon,“ sagði einn notandi sem þóttist þannig vera íhalds-áhrifavaldurinn sem stendur nú í forræðisdeilu við Musk vegna fimm mánaða gamals sonar þeirra. Musk á fjórtán börn með fjórum konum. Auk forræðisdeilunnar við St. Claire þá deildi hann við tónlistarkonuna Grimes um forræði yfir þremur börnum þeirra. Þá hefur Musk afneitað elsta barni sínu, Vivian Wilson, sem kom út sem trans kona fyrir nokkrum árum og sagði hann vók-hugarvírus hafa drepið hana. Tengingin rofnaði skyndilega Aðrir notendur netspjallsins reyndu að sýna Musk hvernig ætti að þagga alveg niður í spjallinu en hann lét ekki af því verða. Aðrir hrósuðu milljarðamæringnum og þökkuðu honum fyrir störf hans. Meirihluti notendanna var hins vegar andvígur Musk og drekkti spjallinu í svívirðingum. Musk var mættur á bæjarfund í Wisconsin um daginn vegna kosningabaráttu fyrir hæstaréttarsæti í ríkinu. Reglulega mátti sjá Musk líta til hliðar til að skoða skilaboð í spjallinu sem pirruðu hann greinilega. „Það er einhver að spamma spjallið,“ sagði hann og blokkað notanda sem skrifaði „Þú eyðilagðir landið eins og þú eyðilagðir öll hjónaböndin þín“ ítrekað. Í annað skipti talaði Musk um að það væri mikið af „þroskaheftu“ fólki í spjallinu eftir að einn notandi sagði Tesla vera að hrynja. Musk entist í rúmar 100 mínútur áður en nettengingin slitnaði skyndilega og streymið kláraðist. Töldu einhverjir að Musk hefði þar hætt í fússi, sem kallast „rage-quit“ í tungutaki tölvuleikjaspilara, vegna svívirðinganna og ítrekaðra dauðsfalla í tölvuleiknum. Musk eyddi klippunni í kjölfarið af X áður en henni var hlaðið upp á Youtube af einhverjum öðrum. Ef eitthvað þá sýnir þetta atvik að hver sem er getur lent í neteinelti, jafnvel einn ríkasti maður heims. Elon Musk Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hinn 53 ára Musk var um borð í einkaþotu sinni á laugardagskvöld þegar hann ákvað að sýna hve öflug nettenging Starlink-gervihnattarins væri í flugvélinni. Það gerði hann með því að streyma sjálfum sér að spila tölvuleikinn Path of Exile 2 (PoE2) á samfélagsmiðlinum X. Tölvuleikurinn er í miklu uppáhaldi hjá Musk en í byrjun árs kom mörgum á óvart að hann skyldi vera meðal stigahæstu spilara heims, á sama tíma og hann rekur fyrirtæki sín og sparnaðarstofnunina DOGE. Eftir að Musk birti af sér myndband að spila leikinn fyrr á árinu kom í ljós að færni hans samræmdist ekki stiginu sem karakter hans var staddur á. Netverjar voru vissir um að hann hefði svindlað á einhvern hátt eða kæmi ekki hreint fram. Á endanum viðurkenndi Musk að hann hefði borgað öðrum spilurum til að spila með karakter sinn og þannig komast á hærra stig. Þóttist vera barnsmóðirin sem Musk deilir um forræði við Um borð í einkaþotunni streymdi Musk í beinni á X af sér að spila leikinn á hæsta erfiðleikastigi. Fljótt kom í ljós að hann réði illa við erfiðleikastigið þar sem hann dó ítrekað. Það var þó bara smámál fyrir suðurafríska auðjöfurinn samanborið við tröllin sem tóku að birtast í netspjalli leiksins. Hver notandinn á fætur öðrum birtist á spjallinu til að svívirða Musk sem virtist ekki kunna að slökkva á spjallinu heldur aðeins geta þaggað niður í hverjum og einum þeirra. Musk sat því þögull í rúman einn og hálfan tíma meðan notendur með nöfn á borð við „ELON_IS_A_PEEDOPHILE“ og „ELON_MUSK_IS_PATHETIC“ spömmuðu svívirðingar á borð við: „Þú átt enga vini og þú munt deyja einn“ og „Þú munt alltaf vera óöruggur og sú tilfinning mun aldrei hverfa.“ „Elon. Þetta er ég, Ashley St. Claire. Ég hef engar aðrar leiðir til að hafa samband við þig svo ég keypti aðgang að PoE2. Vinsamlegast borgaðu meðlagið þitt. Takk Elon,“ sagði einn notandi sem þóttist þannig vera íhalds-áhrifavaldurinn sem stendur nú í forræðisdeilu við Musk vegna fimm mánaða gamals sonar þeirra. Musk á fjórtán börn með fjórum konum. Auk forræðisdeilunnar við St. Claire þá deildi hann við tónlistarkonuna Grimes um forræði yfir þremur börnum þeirra. Þá hefur Musk afneitað elsta barni sínu, Vivian Wilson, sem kom út sem trans kona fyrir nokkrum árum og sagði hann vók-hugarvírus hafa drepið hana. Tengingin rofnaði skyndilega Aðrir notendur netspjallsins reyndu að sýna Musk hvernig ætti að þagga alveg niður í spjallinu en hann lét ekki af því verða. Aðrir hrósuðu milljarðamæringnum og þökkuðu honum fyrir störf hans. Meirihluti notendanna var hins vegar andvígur Musk og drekkti spjallinu í svívirðingum. Musk var mættur á bæjarfund í Wisconsin um daginn vegna kosningabaráttu fyrir hæstaréttarsæti í ríkinu. Reglulega mátti sjá Musk líta til hliðar til að skoða skilaboð í spjallinu sem pirruðu hann greinilega. „Það er einhver að spamma spjallið,“ sagði hann og blokkað notanda sem skrifaði „Þú eyðilagðir landið eins og þú eyðilagðir öll hjónaböndin þín“ ítrekað. Í annað skipti talaði Musk um að það væri mikið af „þroskaheftu“ fólki í spjallinu eftir að einn notandi sagði Tesla vera að hrynja. Musk entist í rúmar 100 mínútur áður en nettengingin slitnaði skyndilega og streymið kláraðist. Töldu einhverjir að Musk hefði þar hætt í fússi, sem kallast „rage-quit“ í tungutaki tölvuleikjaspilara, vegna svívirðinganna og ítrekaðra dauðsfalla í tölvuleiknum. Musk eyddi klippunni í kjölfarið af X áður en henni var hlaðið upp á Youtube af einhverjum öðrum. Ef eitthvað þá sýnir þetta atvik að hver sem er getur lent í neteinelti, jafnvel einn ríkasti maður heims.
Elon Musk Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira