Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 19:02 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Vísir Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57