Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 19:41 Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu til að verja öryggi leikmanna. Ísraelsku landsliðskonurnar mættu til leiks í lögreglufylgd fyrr í dag. Myndskeið af því má sjá hér að neðan. Leikurinn hófst klukkan 19.30. Landsliðskonum hafa í aðdraganda leiksins borist ýmis skilaboð. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skrifaði til dæmis opið bréf til leikmanna þar sem hann biðlaði til þeirra um að spila ekki leikinn. Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ sagði hann í bréfinu. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, sagði sniðgöngu á leiknum hafa komið til umræðu á vettvangi HSÍ. Það hefði haft þær afleiðingar að Ísrael færi áfram á HM í stað Íslands. Mótmælendur veifa palestínska fánanum og rauða spjaldinu fyrir utan Ásvelli. Nokkur fjöldi er samankominn í Hafnarfirði til að mótmæla. Vísir/Anton Brink Sólveig Anna, formaður Eflingar, heldur á Palestínufána með öðrum mótmælendum. Vísir/Anton Brink Leikurinn er spilaður fyrir luktum dyrum. Vísir/Anton Brink
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Landslið kvenna í handbolta HSÍ HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00 Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9. apríl 2025 08:00
Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland. 9. apríl 2025 18:47
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. 8. apríl 2025 16:13