Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 09:48 Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bæði fjallað um herskáa íslamista og hægrisinnaða öfgamenn. Vísir/Vilhelm Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista. Þetta kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi fyrir 2025. Þar segir að talið sé að mesta ógn af hryðjuverkum á Íslandi sé af höndum hægrisinnaðra öfgamanna. Þó er fjallað nokkuð ítarlega um herskáa íslamista, en í Evrópu teljast þeir valda mestu ógninni. Í skýrslunni segir að öfgasinnaðir íslamistar hafi hingað til ekki verið taldir skapa alvarlega ógn hér á landi. Lögreglu sé ekki kunnugt um að á Íslandi hafi myndast hópar eða samfélög sem aðhyllast herskáan íslamisma. Slíkt sé þó ekki óhugsandi, en lögreglan hérlendis hafi ólíkt öðrum norðurlöndum ekki viðvarandi langtímaeftirlit með íslenskum ríkisborgurum sem grunaðir eru um að aðhyllast íslamisma. Þá segir að í gögnum lögreglu sé ekki að finna upplýsingar um að innræting ofbeldisfulls íslamisma fari fram á Íslandi. Að mati lögreglunnar benda upplýsingar ekki til þess að hryðjuverk hafi verið skipulögð, eða þá að nokkur hafi ætlað sér að fremja þau hér á landi. Gætu verið komnir með ríkisborgararétt áður en nokkuð kemur í ljós Líkt og áður segir hafi þó borist upplýsingar um menn með tengsl við hryðjuverkasamtök eða yfirlýsta stuðningsmenn þeirra. Lögreglan hafi brugðist við slíkum upplýsingum með rannsóknum og eftirliti, og átt í samskiptum við löggæsluyfirvöld erlendis. Þeir sem hafi verið metnir ógn við öryggi landsmanna hafi verið vísað af landi brott, eða farið af eigin frumkvæði. „Hér er um að ræða fáa einstaklinga og hafa þeir undantekningalaust komið erlendis frá annað hvort sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða sem flóttamenn. Með öðrum orðum er ekki um að ræða sjálfsprottna íslamista í íslensku umhverfi,“ segir í skýrslunni. Að mati lögreglunnar þarf ekki að koma á óvart að hingað til lands hafi komið einstaklingar með slík tengsl í ljósi þess fjölda útlendinga sem koma til landsins. Þá gerir greiningardeild ríkislögreglustjóra ráð fyrir því að slíkum málum gæti fjölgað á komandi árum. Mögulegt væri að einstaklingar hefðu hlotið íslenskan ríkisborgararétt áður en upplýsingar um hryðjuverkasamtök berist lögreglu. Á skrám yfir hryðjuverkamenn eftir að hafa verið þvingaðir Í skýrslunni er greint frá því að greiningardeildin viti um dæmi þess að umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi hafi sjálfir lýst því yfir að þeir hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök. Viðkomandi einstaklingar kveðist ekki styðja þessu hryðjuverkasamtök, en samt sé nöfn þeirra að finna á skrám stjórnvalda í heimalandinu yfir hryðjuverkamenn. Umræddir einstaklingar geti ekki snúið aftur til síns heima þar sem þeirra bíði grimm örlög. Þeir gætu búist við fangelsisvist, pyntingum og dauða. Tilefni til viðbragða þegar menn séu herklæddir á samfélagsmiðlum Þá segir að lögreglan hér á landi telji vaxandi áhyggjuefni að hingað til lands komi fólk sem sýni ógnandi framferði eða láti í ljós vilja til ofbeldisverka. Í þessu samhengi er sérstaklega minnst á unga karlmenn frá íslömskum ríkjum. „Hér er einkum, en ekki einvörðungu, átt við einstaklinga sem til landsins koma og ekki er unnt að sannreyna hverjir eru, þar sem þeir ýmist villa á sér heimildir eða veita engar upplýsingar um uppruna sinn og sögu.“ Þá berist greiningardeild stundum upplýsingar um háttalag og yfirlýsingar einstaklinga, líkt og færslur á samfélagsmiðlum þar sem myndir af þeim vopnuðum og í herklæðum birtast. Í skýrslunni segir að þær gefi tilefni til viðbragða. Ungmenni á kimum netsins þar sem hvatt sé til voðaverka Líkt og áður segir er þó mesta ógnin af hryðjuverkum hér á landi talin stafa af öfgasinnuðum hægrimönnum. Á Norðurlöndum séu hafðar sérstakar áhyggjur af ungmennum sem talin eru verða fyrir innrætingu á netinu. Afleiðingarnar séu stundum að einhver þeirra þrói með sér löngun til að fremja hryjuverk. „Talið er hugsanlegt að einstaklingar eða litlir hópar hægri öfgasinna reynist tilbúnir til að ráðast með ofbeldi gegn samfélaginu í nafni pólitískrar hugmyndafræði.“ Greiningardeildin segist hafa vitneskju um íslensk ungmenni sem eru sögð virk á ákveðnum kimum internetsins þar sem efni sem inniheldur hatursorðræðu er dreift og hvatt sé til ofbeldis og hryðjuverka gegn ýmsum minnihlutahópum. Einföld og heimatilbúin vopn líklegust Í skýrslunni segir að kæmi til þess að hryðjuverk væru framin hér á landi væri líklegast að einföldum eða heimatilbúnum vopnum yrði beitt. „Undir heimatilbúin vopn falla þrívíddarprentuð vopn, rörasprengjur, o.fl. Undir einföld vopn falla haglabyssur, rifflar, skammbyssur, hnífar, axir og ökutæki.“ Helstu skotmörk árása væru einstaklingar sem tengjast minnihlutahópum. Það væri þá til dæmis vegna kynferðis, kynhneigðar og kyntjáningar, eða vegna uppruna og trúar. Einnig gæti stjórnmálafólk orðið skotmork, einkum þeir sem hafa verið áberandi í umræðunni um Mið-Austurlönd. Þá er líka minnst á táknmyndir ríkisvaldsins, eins og fána og opinberar byggingar, skrifstofur og heimili ráðamanna, eða þá táknmyndir sem tengjast trú, líkt og kirkjur og önnur bænahús. Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi fyrir 2025. Þar segir að talið sé að mesta ógn af hryðjuverkum á Íslandi sé af höndum hægrisinnaðra öfgamanna. Þó er fjallað nokkuð ítarlega um herskáa íslamista, en í Evrópu teljast þeir valda mestu ógninni. Í skýrslunni segir að öfgasinnaðir íslamistar hafi hingað til ekki verið taldir skapa alvarlega ógn hér á landi. Lögreglu sé ekki kunnugt um að á Íslandi hafi myndast hópar eða samfélög sem aðhyllast herskáan íslamisma. Slíkt sé þó ekki óhugsandi, en lögreglan hérlendis hafi ólíkt öðrum norðurlöndum ekki viðvarandi langtímaeftirlit með íslenskum ríkisborgurum sem grunaðir eru um að aðhyllast íslamisma. Þá segir að í gögnum lögreglu sé ekki að finna upplýsingar um að innræting ofbeldisfulls íslamisma fari fram á Íslandi. Að mati lögreglunnar benda upplýsingar ekki til þess að hryðjuverk hafi verið skipulögð, eða þá að nokkur hafi ætlað sér að fremja þau hér á landi. Gætu verið komnir með ríkisborgararétt áður en nokkuð kemur í ljós Líkt og áður segir hafi þó borist upplýsingar um menn með tengsl við hryðjuverkasamtök eða yfirlýsta stuðningsmenn þeirra. Lögreglan hafi brugðist við slíkum upplýsingum með rannsóknum og eftirliti, og átt í samskiptum við löggæsluyfirvöld erlendis. Þeir sem hafi verið metnir ógn við öryggi landsmanna hafi verið vísað af landi brott, eða farið af eigin frumkvæði. „Hér er um að ræða fáa einstaklinga og hafa þeir undantekningalaust komið erlendis frá annað hvort sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða sem flóttamenn. Með öðrum orðum er ekki um að ræða sjálfsprottna íslamista í íslensku umhverfi,“ segir í skýrslunni. Að mati lögreglunnar þarf ekki að koma á óvart að hingað til lands hafi komið einstaklingar með slík tengsl í ljósi þess fjölda útlendinga sem koma til landsins. Þá gerir greiningardeild ríkislögreglustjóra ráð fyrir því að slíkum málum gæti fjölgað á komandi árum. Mögulegt væri að einstaklingar hefðu hlotið íslenskan ríkisborgararétt áður en upplýsingar um hryðjuverkasamtök berist lögreglu. Á skrám yfir hryðjuverkamenn eftir að hafa verið þvingaðir Í skýrslunni er greint frá því að greiningardeildin viti um dæmi þess að umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi hafi sjálfir lýst því yfir að þeir hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök. Viðkomandi einstaklingar kveðist ekki styðja þessu hryðjuverkasamtök, en samt sé nöfn þeirra að finna á skrám stjórnvalda í heimalandinu yfir hryðjuverkamenn. Umræddir einstaklingar geti ekki snúið aftur til síns heima þar sem þeirra bíði grimm örlög. Þeir gætu búist við fangelsisvist, pyntingum og dauða. Tilefni til viðbragða þegar menn séu herklæddir á samfélagsmiðlum Þá segir að lögreglan hér á landi telji vaxandi áhyggjuefni að hingað til lands komi fólk sem sýni ógnandi framferði eða láti í ljós vilja til ofbeldisverka. Í þessu samhengi er sérstaklega minnst á unga karlmenn frá íslömskum ríkjum. „Hér er einkum, en ekki einvörðungu, átt við einstaklinga sem til landsins koma og ekki er unnt að sannreyna hverjir eru, þar sem þeir ýmist villa á sér heimildir eða veita engar upplýsingar um uppruna sinn og sögu.“ Þá berist greiningardeild stundum upplýsingar um háttalag og yfirlýsingar einstaklinga, líkt og færslur á samfélagsmiðlum þar sem myndir af þeim vopnuðum og í herklæðum birtast. Í skýrslunni segir að þær gefi tilefni til viðbragða. Ungmenni á kimum netsins þar sem hvatt sé til voðaverka Líkt og áður segir er þó mesta ógnin af hryðjuverkum hér á landi talin stafa af öfgasinnuðum hægrimönnum. Á Norðurlöndum séu hafðar sérstakar áhyggjur af ungmennum sem talin eru verða fyrir innrætingu á netinu. Afleiðingarnar séu stundum að einhver þeirra þrói með sér löngun til að fremja hryjuverk. „Talið er hugsanlegt að einstaklingar eða litlir hópar hægri öfgasinna reynist tilbúnir til að ráðast með ofbeldi gegn samfélaginu í nafni pólitískrar hugmyndafræði.“ Greiningardeildin segist hafa vitneskju um íslensk ungmenni sem eru sögð virk á ákveðnum kimum internetsins þar sem efni sem inniheldur hatursorðræðu er dreift og hvatt sé til ofbeldis og hryðjuverka gegn ýmsum minnihlutahópum. Einföld og heimatilbúin vopn líklegust Í skýrslunni segir að kæmi til þess að hryðjuverk væru framin hér á landi væri líklegast að einföldum eða heimatilbúnum vopnum yrði beitt. „Undir heimatilbúin vopn falla þrívíddarprentuð vopn, rörasprengjur, o.fl. Undir einföld vopn falla haglabyssur, rifflar, skammbyssur, hnífar, axir og ökutæki.“ Helstu skotmörk árása væru einstaklingar sem tengjast minnihlutahópum. Það væri þá til dæmis vegna kynferðis, kynhneigðar og kyntjáningar, eða vegna uppruna og trúar. Einnig gæti stjórnmálafólk orðið skotmork, einkum þeir sem hafa verið áberandi í umræðunni um Mið-Austurlönd. Þá er líka minnst á táknmyndir ríkisvaldsins, eins og fána og opinberar byggingar, skrifstofur og heimili ráðamanna, eða þá táknmyndir sem tengjast trú, líkt og kirkjur og önnur bænahús.
Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira