Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 15:26 Mál Péturs Jökuls Jónassonar tengist stóra kókaínmálinu svokallaða. Vísir Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35