Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 13:15 Bullseye hefur notið nokkurra vinsælda og hýst alþjóðleg pílumót. Vísir/Hulda Margrét „Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.” Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim. Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim.
Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira