Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 19:44 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka ehf en fyrirtækið hefur sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við fréttaflutningi um fyrirtækið. Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. Þetta kemur fram í tilkynningu Ísteka ehf. til fjölmiðla sem var send út síðdegis. Líftæknifyrirtækið sendir tilkynninguna í kjölfar fréttaflutnings um efni úr nýrri mynd dýraverndunarsamtakanna African Wildlife Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) um blóðtöku úr hryssum. Vísi greindi í gær frá tilkynningu Matvælastofnunar þar sem kom fram að stofnunin hefði lokið skoðun á erindi frá samtökunum AWF og TSB og komist að þeirri niðurstöðu að á einum bæ hefðu komið fram alvarleg „frávik“ varðandi bæði meðferð og umgengni við hryssur. Matvælastofnun segir bæinn hafa gert úrbætur með því að vísa viðkomandi starfsmanni úr starfi. Dýraverndunarsamtökin tvö ásamt Dýraverndunarsambandi Íslands ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Bærinn fái að selja blóð með skilyrðum Ísteka hefur nú brugðist við ásökunum samtakanna og fréttaflutningi af málinu. „Ísteka fordæmir hverskyns ofbeldi gagnvart dýrum og mönnum og sér í lagi gagnvart þeim hryssum sem hráefni framleiðslu fyrirtækisins er fengið úr,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að myndbirtingar fjölmiðla hafi innihaldið myndefni sem hefði að hluta til komið fram áður, bæði í fréttum og netgreinum. Sjá einnig: Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Ísteka segist þegar hafa „tekið upp og afgreitt mál vinnumanns á einum þeirra sex bæja sem samtökin sátu um“ síðastliðið haust. Bærinn fái að selja blóð á komandi sumri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum: Viðkomandi vinnumaður muni ekki vinna við blóðtökur árið 2025 og þurfi að fara í gegnum formlega endurþjálfun vilji hann það, komi aftur upp atvik um „ofbeitingu valds“ á bænum verði samningi sagt upp fyrirvaralaust oh loks verður myndavélaeftirlit innleitt með blóðtökum á bænum þetta árið. „Önnur atvik sem fram koma í myndinni teljast annað hvort ekki vera brot eða eru ekki þess eðlis að hægt sé að segja með vissu að um brot hafi verið að ræða,“ segir í tilkynningunni. Njósnað í „mörg hundruð klukkustundir“ um bændur Þá segir í tilkynningunni að bændur víða um land og Ísteka séu hugsi yfir vinnubrögðum dýraverndunarsamtakanna AWF/TSB með „niðursetningu njósnabúnaðar í næsta nágrenni við heimili bænda.“ „Sannleikurinn er sá að bara á síðasta ári söfnuðu samtökin 50 klst. af efni úr launsátri með myndavélum sem komið var fyrir án vitneskju bænda. Samanlagt telur upptekið efni úr launsátri mörg hundruð klukkustundir af lífi fólks sem er tekið upp og meðhöndlað í óþökk og án vitundar þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Ísteka að því sé haldið fram að ofbeldi gegn hryssum sé nánast samofið framleiðsluferli fyrirtækisins þó fyrir liggi að það taki mjög hart á öllum tilvikum sem upp komi. Líftæknifyrirtækið setur með tilkynningunni tveggja klukkustunda öryggismyndband frá blóðtöku. Myndavélar dýraverndunarsamtaka hafi verið á staðnum á sama tíma og myndskeið þeirra ratað inn í fréttir „undir þeim formerkjum að þar færu fram myrkraverk.“ Af því tilefni hvetur fyrirtækið fólk til að horfa á myndbandið og mynda sér sína eigin skoðun. Segja blóðtöku ekki ganga nærri hryssum Loks svarar Ísteka nokkrum fullyrðingum sem fyrirtækið segir að hafi komið fram í umfjöllunum fjölmiðla í gær. Rétt sé að leiðrétta þær eða skýra betur, að sögn fyrirtækisins. Fyrir það fyrsta segir fyrirtækið að blóðtaka gangi ekki nærri hryssum. Engin samræmd viðmið séu til um blóðtökur úr hryssum en á Íslandi sé stuðst við aðferð sem hafi verið notuð í 40 ár og sé áþekk aðferðum í öðrum löndum. „Blóðnytjahryssur hér á landi eru almennt mjög heilbrigðar bæði innan og utan söfnunartímabils og það eru folöld þeirra einnig. Það er eitt og sér augljóst merki um að ekki sé gengið nærri þeim,“ segir í tilkynningunni. Hormón lítið notað til að auka frjósemi og folaldakjöt sé víst vinsælt Þá segir Ísteka að hormónið eCG/PMSG sé lítið notað til að „auka frjósemi svína og leiða af sér ónáttúrulega stór got sem svo leiði af sér afleidd dýravelferðarvandamál.“ Það sé fyrst og fremst notað til stýringar á gangmálum sem minnki vist- og kolefnisspor landbúnaðarins, auki velferð og minnki þörf fyrir lyfjagjöf samfara jafnari aldursdreifingu í uppeldishópum. Fyrirtækið segir folaldakjöt jafnframt vinsælt ólíkt því sem haldið er fram. Vill fyrirtækið meina að blóðsöfnun sé aukaafurð folaldaframleiðslu frekar en öfugt. Hins vegar hafi verðmyndun blóðs verið örari til hækkunar en folaldakjöts og því stærri hlutur tekna af nytjahryssum. Yrði blóðnytjastarfsemi bönnuð myndu fæstir bændur halda áfram að halda „þessar skepnur sem hluta af sínum bústofni, þeim yrði slátrað og folaldakjötsframleiðsla myndi leggjast af að mestu leyti,“ segir fyrirtækið. Erfitt sé að heimfæra slíka „útrýmingu á lífi“ upp á dýravelferð. Mikil menning fyrir stóðhaldi skýri blóðmerahald hérlendis Loks segir Ísteka að því sé iðulega haldið fram að blóðmerahald viðgangist ekki annars staðar en á Íslandi og stundum sé það jafnvel orðað sem svo að það sé hvergi annars staðar leyft. „Rétt er að benda á að framleiðslan er hvergi bönnuð svo við vitum til en einnig að almennt eru ekki gefin út leyfi fyrir starfsemi sem ekki er sótt um leyfi fyrir og ekki áform um að stunda. Ástæða þess að þessi framleiðsla er á Íslandi en ekki í nágrannalöndum okkar er sú að hvergi annars staðar í álfunni eru jafnmörg og stór stóð haldin á eins hagkvæman hátt og hér,“ segir í tilkynningunni. Mikil menning sé fyrir stóðhaldi sem þekkist ekki í löndum í kringum Ísland. Fara þurfi til landmikilla og hrossmargra landa í öðrum heimsálfum til að finna sambærilegar aðstæður og á Íslandi. „Gagnrýnt er að reglugerð um notkun á dýrum í vísindaskyni sé ekki að fullu leyti innleidd hvað varðar blóðsöfnun úr hryssum. Á því liggja fyrir eðlilegar stjórnsýslulegar skýringar og þær eru að leyfi Ísteka skv. fyrra regluverki er enn í gildi,“ segir í tilkynningunni. Fyrra regluverk sé sértækara og nákvæmara en það sem yfirvöld hafi ákveðið að taki við og því sé vandséð hvaða jákvæðu áhrif á líf blóðgefandi hryssa reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni hefur. Ísteka segir fyrirtækið telja ákvörðun um að greinin skuli falla undir fyrrgreint regluverk vera ranga. Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Ísteka ehf. til fjölmiðla sem var send út síðdegis. Líftæknifyrirtækið sendir tilkynninguna í kjölfar fréttaflutnings um efni úr nýrri mynd dýraverndunarsamtakanna African Wildlife Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) um blóðtöku úr hryssum. Vísi greindi í gær frá tilkynningu Matvælastofnunar þar sem kom fram að stofnunin hefði lokið skoðun á erindi frá samtökunum AWF og TSB og komist að þeirri niðurstöðu að á einum bæ hefðu komið fram alvarleg „frávik“ varðandi bæði meðferð og umgengni við hryssur. Matvælastofnun segir bæinn hafa gert úrbætur með því að vísa viðkomandi starfsmanni úr starfi. Dýraverndunarsamtökin tvö ásamt Dýraverndunarsambandi Íslands ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Bærinn fái að selja blóð með skilyrðum Ísteka hefur nú brugðist við ásökunum samtakanna og fréttaflutningi af málinu. „Ísteka fordæmir hverskyns ofbeldi gagnvart dýrum og mönnum og sér í lagi gagnvart þeim hryssum sem hráefni framleiðslu fyrirtækisins er fengið úr,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að myndbirtingar fjölmiðla hafi innihaldið myndefni sem hefði að hluta til komið fram áður, bæði í fréttum og netgreinum. Sjá einnig: Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Ísteka segist þegar hafa „tekið upp og afgreitt mál vinnumanns á einum þeirra sex bæja sem samtökin sátu um“ síðastliðið haust. Bærinn fái að selja blóð á komandi sumri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum: Viðkomandi vinnumaður muni ekki vinna við blóðtökur árið 2025 og þurfi að fara í gegnum formlega endurþjálfun vilji hann það, komi aftur upp atvik um „ofbeitingu valds“ á bænum verði samningi sagt upp fyrirvaralaust oh loks verður myndavélaeftirlit innleitt með blóðtökum á bænum þetta árið. „Önnur atvik sem fram koma í myndinni teljast annað hvort ekki vera brot eða eru ekki þess eðlis að hægt sé að segja með vissu að um brot hafi verið að ræða,“ segir í tilkynningunni. Njósnað í „mörg hundruð klukkustundir“ um bændur Þá segir í tilkynningunni að bændur víða um land og Ísteka séu hugsi yfir vinnubrögðum dýraverndunarsamtakanna AWF/TSB með „niðursetningu njósnabúnaðar í næsta nágrenni við heimili bænda.“ „Sannleikurinn er sá að bara á síðasta ári söfnuðu samtökin 50 klst. af efni úr launsátri með myndavélum sem komið var fyrir án vitneskju bænda. Samanlagt telur upptekið efni úr launsátri mörg hundruð klukkustundir af lífi fólks sem er tekið upp og meðhöndlað í óþökk og án vitundar þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Ísteka að því sé haldið fram að ofbeldi gegn hryssum sé nánast samofið framleiðsluferli fyrirtækisins þó fyrir liggi að það taki mjög hart á öllum tilvikum sem upp komi. Líftæknifyrirtækið setur með tilkynningunni tveggja klukkustunda öryggismyndband frá blóðtöku. Myndavélar dýraverndunarsamtaka hafi verið á staðnum á sama tíma og myndskeið þeirra ratað inn í fréttir „undir þeim formerkjum að þar færu fram myrkraverk.“ Af því tilefni hvetur fyrirtækið fólk til að horfa á myndbandið og mynda sér sína eigin skoðun. Segja blóðtöku ekki ganga nærri hryssum Loks svarar Ísteka nokkrum fullyrðingum sem fyrirtækið segir að hafi komið fram í umfjöllunum fjölmiðla í gær. Rétt sé að leiðrétta þær eða skýra betur, að sögn fyrirtækisins. Fyrir það fyrsta segir fyrirtækið að blóðtaka gangi ekki nærri hryssum. Engin samræmd viðmið séu til um blóðtökur úr hryssum en á Íslandi sé stuðst við aðferð sem hafi verið notuð í 40 ár og sé áþekk aðferðum í öðrum löndum. „Blóðnytjahryssur hér á landi eru almennt mjög heilbrigðar bæði innan og utan söfnunartímabils og það eru folöld þeirra einnig. Það er eitt og sér augljóst merki um að ekki sé gengið nærri þeim,“ segir í tilkynningunni. Hormón lítið notað til að auka frjósemi og folaldakjöt sé víst vinsælt Þá segir Ísteka að hormónið eCG/PMSG sé lítið notað til að „auka frjósemi svína og leiða af sér ónáttúrulega stór got sem svo leiði af sér afleidd dýravelferðarvandamál.“ Það sé fyrst og fremst notað til stýringar á gangmálum sem minnki vist- og kolefnisspor landbúnaðarins, auki velferð og minnki þörf fyrir lyfjagjöf samfara jafnari aldursdreifingu í uppeldishópum. Fyrirtækið segir folaldakjöt jafnframt vinsælt ólíkt því sem haldið er fram. Vill fyrirtækið meina að blóðsöfnun sé aukaafurð folaldaframleiðslu frekar en öfugt. Hins vegar hafi verðmyndun blóðs verið örari til hækkunar en folaldakjöts og því stærri hlutur tekna af nytjahryssum. Yrði blóðnytjastarfsemi bönnuð myndu fæstir bændur halda áfram að halda „þessar skepnur sem hluta af sínum bústofni, þeim yrði slátrað og folaldakjötsframleiðsla myndi leggjast af að mestu leyti,“ segir fyrirtækið. Erfitt sé að heimfæra slíka „útrýmingu á lífi“ upp á dýravelferð. Mikil menning fyrir stóðhaldi skýri blóðmerahald hérlendis Loks segir Ísteka að því sé iðulega haldið fram að blóðmerahald viðgangist ekki annars staðar en á Íslandi og stundum sé það jafnvel orðað sem svo að það sé hvergi annars staðar leyft. „Rétt er að benda á að framleiðslan er hvergi bönnuð svo við vitum til en einnig að almennt eru ekki gefin út leyfi fyrir starfsemi sem ekki er sótt um leyfi fyrir og ekki áform um að stunda. Ástæða þess að þessi framleiðsla er á Íslandi en ekki í nágrannalöndum okkar er sú að hvergi annars staðar í álfunni eru jafnmörg og stór stóð haldin á eins hagkvæman hátt og hér,“ segir í tilkynningunni. Mikil menning sé fyrir stóðhaldi sem þekkist ekki í löndum í kringum Ísland. Fara þurfi til landmikilla og hrossmargra landa í öðrum heimsálfum til að finna sambærilegar aðstæður og á Íslandi. „Gagnrýnt er að reglugerð um notkun á dýrum í vísindaskyni sé ekki að fullu leyti innleidd hvað varðar blóðsöfnun úr hryssum. Á því liggja fyrir eðlilegar stjórnsýslulegar skýringar og þær eru að leyfi Ísteka skv. fyrra regluverki er enn í gildi,“ segir í tilkynningunni. Fyrra regluverk sé sértækara og nákvæmara en það sem yfirvöld hafi ákveðið að taki við og því sé vandséð hvaða jákvæðu áhrif á líf blóðgefandi hryssa reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni hefur. Ísteka segir fyrirtækið telja ákvörðun um að greinin skuli falla undir fyrrgreint regluverk vera ranga.
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira