Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2025 08:31 Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir glaðar í bragði. Sú síðarnefnda lék sinn síðasta landsleik í gær. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær. Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48. Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu. Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir. Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi. Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. „Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrét Arnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrét Þórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrét Dana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrét Berglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrét Thea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Steinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrét Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrét Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ísland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrét Haukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrét Íslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48. Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu. Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir. Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi. Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. „Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrét Arnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrét Þórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrét Dana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrét Berglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrét Thea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Steinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrét Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrét Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ísland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrét Haukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrét Íslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira