Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 12:34 Stelpurnar í landsliðinu settu hönd yfir merki Rapyd á treyjunni, líkt og sjá má á myndinni. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Mikil umræða skapaðist um leikina og havaríið sem þeim fylgdi. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengda öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sem og Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði, sögðu eftir leik í gær að full langt hefði verið gengið í gagnrýni á leikmenn liðsins en fordæmdu sömuleiðis framgöngu Ísraela. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik og bætti við: „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Ísraelska fyrirtækið Rapyd er einn aðalstyrktaraðila HSÍ sem sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir. Það sést á liðsmyndum eftir leik gærkvöldsins að leikmenn liðsins hylja merki Rapyd í myndatöku er þær fagna HM-sætinu. Leikmenn liðsins senda þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um leikina og havaríið sem þeim fylgdi. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengda öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sem og Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði, sögðu eftir leik í gær að full langt hefði verið gengið í gagnrýni á leikmenn liðsins en fordæmdu sömuleiðis framgöngu Ísraela. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik og bætti við: „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku gærkvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Ísraelska fyrirtækið Rapyd er einn aðalstyrktaraðila HSÍ sem sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir. Það sést á liðsmyndum eftir leik gærkvöldsins að leikmenn liðsins hylja merki Rapyd í myndatöku er þær fagna HM-sætinu. Leikmenn liðsins senda þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira