Innlent

Veiði­fé­lag fær þriggja milljóna sekt vegna inn­flutnings á seiðum

Atli Ísleifsson skrifar
Við ákvörðun sektarinnar var tekið tillit til alvarleika brotsins.
Við ákvörðun sektarinnar var tekið tillit til alvarleika brotsins. Vísir

Matvælastofnun hefur sektað veiðifélag um þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150 þúsund seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Unnið er að því að loka stöðinni.

Á vef stofnunarinnar segir að stjórnvaldsákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á grundvelli laga um fiskeldi. 

Telst brotið varða við 2. mgr. 11. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008 þar sem segir að fiskeldisstöðvum sé óheimilt að flytja eldisfisk eða seiði í fiskeldisstöð fyrr en rekstrarleyfi sé fengið og úttekt hafi farið fram.

„Matvælastofnun vinnur jafnframt að því að loka starfsemi stöðvarinnar.

Við ákvörðun sektarinnar var tekið tillit til alvarleika brotsins, hvað það stóð yfir lengi, samstarfsvilja veiðifélagsins, hvort um ítrekað brot hafi verið um að ræða, verðmæti ólögmætrar framleiðslu og hvort félagið hafi eða hafi getað haft ávinning af brotinu,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×