Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 15:13 Stelpurnar okkar eru á leið á HM í desember en ekki Ísrael. vísir/Hulda Margrét Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Það gekk á ýmsu í kringum leiki íslenska liðsins við Ísrael. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Í yfirlýsingunni í dag segjast stelpurnar hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum: „Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram.“ Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði þar með sæti liðsins á HM í vetur. Í myndatöku eftir leik vakti athygli að leikmenn liðsins settu hönd yfir merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikmenn íslenska liðsins hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hefur gengið á dagana í aðdraganda leikjanna tveggja við Ísrael. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Stelpurnar okkar skora á ÍSÍ og HSÍ að þrýsta á alþjóðasambönd um að Ísrael verði meina að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan á hernaði þjóðarinnar stendur, með því að koma reynslu stelpnanna á framfæri. Yfirlýsingu þeirra má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HSÍ ÍSÍ Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira
Það gekk á ýmsu í kringum leiki íslenska liðsins við Ísrael. Spila þurfti þá fyrir luktum dyrum og tómri stúku vegna tilmæla ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Margur kallaði eftir sniðgöngu landsliðskvenna Íslands vegna framgangs Ísraela í Palestínu. Landsliðskonur fengu fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Í yfirlýsingunni í dag segjast stelpurnar hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum: „Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram.“ Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði þar með sæti liðsins á HM í vetur. Í myndatöku eftir leik vakti athygli að leikmenn liðsins settu hönd yfir merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikmenn íslenska liðsins hafa nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem hefur gengið á dagana í aðdraganda leikjanna tveggja við Ísrael. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Stelpurnar okkar skora á ÍSÍ og HSÍ að þrýsta á alþjóðasambönd um að Ísrael verði meina að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan á hernaði þjóðarinnar stendur, með því að koma reynslu stelpnanna á framfæri. Yfirlýsingu þeirra má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.
Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handbolta Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska. Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum? Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HSÍ ÍSÍ Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Sjá meira