„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 22:09 Vísir/Hulda Margrét Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld. Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira