„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 14:51 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla íslands. Samsett/Vilhelm Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent