Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 12. apríl 2025 20:39 Hér má sjá verk merkt Nínu Tryggvadóttur en um er að ræða falsaðar áritanir. Stöð 2 Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. Til að mynda eru fjögur verk merkt Nínu Tryggvadóttur til sýnis en um er að ræða falsaðir áritanir og eru verkin eftir þrjá danska höfunda. Sýningin sé afrakstur rannsóknar á fölsuðum verkum í vörslu listasafnsins. Verkin berast safninu gjarnan sem gjafir en tvö þeirra voru keypt á uppboði. „Við erum með hérna níu sögur sem við erum að segja. Ólíkar sögur þar sem að koma mismunandi listamenn við sögu,“ segir Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands. Hugmyndin að sýningunni hafi kviknað þegar falsanir og eftirlíkingar gerðu vart við sig á markaðnum hér á landi og í Danmörku fyrir rúmum tveimur árum. „Þetta var eitt af því sem við sáum að við gætum gert hérna á safninu. Að hafa þessa sýningu og veita almenningi færi á að skilja hvernig þetta er gert og varast falsanir í kjölfarið,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Svo er náttúrulega líka verið að ráðast að orðspori listamannanna. Svo þetta er vont fyrir almenning en líka fyrir listina.“ Á sýningunni geti fólk kynnt sér hverju skuli horfa eftir og hverju eigi að spyrja að við kaup, sem sé mikilvægt að mati safnstjórans þó að sumir telji framtakið gagnrýnisvert „Það voru ekkert allir sammála því að halda sýningu á fölsuðum verkum og fannst að Listasafn Íslands ætti að verja tíma sínum í að sýna alvöru myndlist,“ segir Ingibjörg. „En okkur fannst það mikilvægt og þetta væri eitt af því fáa sem hægt er að gera. Það er að uppfræða almenning. Fjalla um þetta og horfast í augu við vandann.“ Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Til að mynda eru fjögur verk merkt Nínu Tryggvadóttur til sýnis en um er að ræða falsaðir áritanir og eru verkin eftir þrjá danska höfunda. Sýningin sé afrakstur rannsóknar á fölsuðum verkum í vörslu listasafnsins. Verkin berast safninu gjarnan sem gjafir en tvö þeirra voru keypt á uppboði. „Við erum með hérna níu sögur sem við erum að segja. Ólíkar sögur þar sem að koma mismunandi listamenn við sögu,“ segir Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands. Hugmyndin að sýningunni hafi kviknað þegar falsanir og eftirlíkingar gerðu vart við sig á markaðnum hér á landi og í Danmörku fyrir rúmum tveimur árum. „Þetta var eitt af því sem við sáum að við gætum gert hérna á safninu. Að hafa þessa sýningu og veita almenningi færi á að skilja hvernig þetta er gert og varast falsanir í kjölfarið,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. „Svo er náttúrulega líka verið að ráðast að orðspori listamannanna. Svo þetta er vont fyrir almenning en líka fyrir listina.“ Á sýningunni geti fólk kynnt sér hverju skuli horfa eftir og hverju eigi að spyrja að við kaup, sem sé mikilvægt að mati safnstjórans þó að sumir telji framtakið gagnrýnisvert „Það voru ekkert allir sammála því að halda sýningu á fölsuðum verkum og fannst að Listasafn Íslands ætti að verja tíma sínum í að sýna alvöru myndlist,“ segir Ingibjörg. „En okkur fannst það mikilvægt og þetta væri eitt af því fáa sem hægt er að gera. Það er að uppfræða almenning. Fjalla um þetta og horfast í augu við vandann.“
Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira