Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 09:00 Frá miðborg Sumy í Úkraínu. Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. Myndefni frá Sumy sýnir fjölda líka á götum borgarinnar, brennda bíla og mjög skemmdan strætisvagn. Fyrstu tölur frá yfirvöldum í Úkraínu segja að minnsta kosti 21 dáinn og 83 særða. Búist er við að tala látinna muni hækka. Utanríkisráðherra Úkraínu segir marga látna og særða og kallar eftir auknum þrýstingi á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bættum loftvörnum í Úkraínu. Í stað þess að samþykkja tillögur Donalds Trump um almennt vopnahlé hafi Rússar frekar aukið árásir sínar á Úkraínu. „Styrkur er eina tungumálið sem þeir skilja og eina leiðin til að binda enda á þennan hrylling,“ skrifar Andrii Sybiha. Borgarstjóri Sumy hefur slegið á svipaða strengi og segir einnig marga liggja í valnum. Sjá einnig: Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir tugi látna og særða. „Einungis ógeðfelld úrhrök geta hagað sér svona og drepið óbreytta borgara,“ skrifaði forsetinn. Hann kallar einnig eftir hertum aðgerðum geng Rússlandi frá Evrópu og Bandaríkjunum og segir það einu leiðina til að binda enda á ástandið. Án þrýstings á Rússland sé friður ómögulegur. „Viðræður hafa aldrei stöðvað skotflaugar og sprengjur. Það sem þarf er það viðhorf gagnvart Rússlandi sem hryðjuverkamenn eiga skilið.“ 🚨🚨🚨 BREAKING: The moment a ballistic missile hit the center of SumyPreliminary reports suggest it hit a trolleybus. pic.twitter.com/4c0sn3vlJe— NEXTA (@nexta_tv) April 13, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Myndefni frá Sumy sýnir fjölda líka á götum borgarinnar, brennda bíla og mjög skemmdan strætisvagn. Fyrstu tölur frá yfirvöldum í Úkraínu segja að minnsta kosti 21 dáinn og 83 særða. Búist er við að tala látinna muni hækka. Utanríkisráðherra Úkraínu segir marga látna og særða og kallar eftir auknum þrýstingi á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bættum loftvörnum í Úkraínu. Í stað þess að samþykkja tillögur Donalds Trump um almennt vopnahlé hafi Rússar frekar aukið árásir sínar á Úkraínu. „Styrkur er eina tungumálið sem þeir skilja og eina leiðin til að binda enda á þennan hrylling,“ skrifar Andrii Sybiha. Borgarstjóri Sumy hefur slegið á svipaða strengi og segir einnig marga liggja í valnum. Sjá einnig: Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir tugi látna og særða. „Einungis ógeðfelld úrhrök geta hagað sér svona og drepið óbreytta borgara,“ skrifaði forsetinn. Hann kallar einnig eftir hertum aðgerðum geng Rússlandi frá Evrópu og Bandaríkjunum og segir það einu leiðina til að binda enda á ástandið. Án þrýstings á Rússland sé friður ómögulegur. „Viðræður hafa aldrei stöðvað skotflaugar og sprengjur. Það sem þarf er það viðhorf gagnvart Rússlandi sem hryðjuverkamenn eiga skilið.“ 🚨🚨🚨 BREAKING: The moment a ballistic missile hit the center of SumyPreliminary reports suggest it hit a trolleybus. pic.twitter.com/4c0sn3vlJe— NEXTA (@nexta_tv) April 13, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira