Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 21:00 Þetta er meðal þess sem hefur fundist í veggjum Kaffivagnsins. aðsend Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga Yfirhalning stendur nú yfir í húsnæði Kaffivagnsins. Nýr eigandi segir að um hálfgerðan draum sé að ræða fyrir fyrrverandi fastagest og að það séu forréttindi að gera kennileitið upp. „Kaffivagninn er að fá nýja hnjá- og mjaðmaliði og verða aðeins nútímavæddur eins og maður segir. Annars er bara sama gamla góða stemmningin og allt slíkt áfram og góður matur en örlitlar breytingar. Ég er mjög þakklátur húseigendum að taka þetta verk upp í fangið á mér og stýra því alla leið. Ég á fjögur yndisleg börn, ég ætla vona það að Kaffivagninn verði númer fimm.“ Svona mun Kaffivagninn líta út að framkvæmdum loknum.aðsend Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 og um sögufrægt hús að ræða enda ýmislegt í húsinu komið til ára sinna. Framkvæmdaaðilar ráku upp stór augu þegar veggir hússins voru opnaðir en þar leyndust ýmsar fornar gersemar og óvæntir aðskotahlutir. „Það skemmtilegasta sem við sáum hingað til kom í ljós í gær, það var skriðjökull. Það var þannig að frystiskápurinn hjá okkur, einangrunin í honum var ekki til staðar lengur og þar af leiðandi var ísinn búinn að þjappa sér inn í vegginn. Við erum búin að finna hérna handrit og finna hérna melaglös með nöfnum þekktra listamanna. Ég myndi halda að þetta elsta sem við fundum sé allavega 70 plús. Þetta var texti á blöðum og vafið inn í svona eins og roð eða eitthvað slíkt. Mögulega gamlar uppskriftir.“ Kaffivagninn tekur stakkaskiptum.aðsend Framkvæmdir gangi vel og er vonast til að opna í maí. Ýmsir beri tilfinningar til hússins. „Ég er örugglega að fá svona 300 símtöl á dag frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Þau segja bara: Hvað ertu að gera vinur minn? Afhverju? Ég tek þessi símtöl og tek þetta á kassann og ég er búinn að bjóða þessu fólki hingað í heimsókn þegar við opnum.“ Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Yfirhalning stendur nú yfir í húsnæði Kaffivagnsins. Nýr eigandi segir að um hálfgerðan draum sé að ræða fyrir fyrrverandi fastagest og að það séu forréttindi að gera kennileitið upp. „Kaffivagninn er að fá nýja hnjá- og mjaðmaliði og verða aðeins nútímavæddur eins og maður segir. Annars er bara sama gamla góða stemmningin og allt slíkt áfram og góður matur en örlitlar breytingar. Ég er mjög þakklátur húseigendum að taka þetta verk upp í fangið á mér og stýra því alla leið. Ég á fjögur yndisleg börn, ég ætla vona það að Kaffivagninn verði númer fimm.“ Svona mun Kaffivagninn líta út að framkvæmdum loknum.aðsend Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 og um sögufrægt hús að ræða enda ýmislegt í húsinu komið til ára sinna. Framkvæmdaaðilar ráku upp stór augu þegar veggir hússins voru opnaðir en þar leyndust ýmsar fornar gersemar og óvæntir aðskotahlutir. „Það skemmtilegasta sem við sáum hingað til kom í ljós í gær, það var skriðjökull. Það var þannig að frystiskápurinn hjá okkur, einangrunin í honum var ekki til staðar lengur og þar af leiðandi var ísinn búinn að þjappa sér inn í vegginn. Við erum búin að finna hérna handrit og finna hérna melaglös með nöfnum þekktra listamanna. Ég myndi halda að þetta elsta sem við fundum sé allavega 70 plús. Þetta var texti á blöðum og vafið inn í svona eins og roð eða eitthvað slíkt. Mögulega gamlar uppskriftir.“ Kaffivagninn tekur stakkaskiptum.aðsend Framkvæmdir gangi vel og er vonast til að opna í maí. Ýmsir beri tilfinningar til hússins. „Ég er örugglega að fá svona 300 símtöl á dag frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Þau segja bara: Hvað ertu að gera vinur minn? Afhverju? Ég tek þessi símtöl og tek þetta á kassann og ég er búinn að bjóða þessu fólki hingað í heimsókn þegar við opnum.“
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira