Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 17:20 Oscar Piastri keyrði McLaren bílinn af mikilli snilld. Kym Illman/Getty Images Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari. Sigurinn var afar öruggur hjá Piastri, sem kom fimmtán sekúndum á undan næsta manni yfir marklínuna þrátt fyrir að hafa misst sjö sekúndna forystu fyrr í kappakstrinum. Liðsfélagi hans Lando Norris stóð sig illa í tímatökunni í gær og ræsti sjötti en keyrði vel í dag og tryggði sér þriðja sætið á síðasta hringnum. Hann gæti líka enn unnið sig upp í annað sætið þar sem George Russell er til rannsóknar fyrir brot á DRS reglum. Lewis Hamilton var valinn ökumaður dagsins eftir að hafa unnið sig upp úr níunda sæti í fimmta sætið, þrátt fyrir bilanir í bílnum á leiðinni. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles LeClerc, stóð sig ekki eins vel og féll úr öðru sæti í það fjórða. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í vandræðum framan af en tókst á lokahringjunum að taka fram úr Pierre Gasly hjá Alpine og enda í sjötta sæti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Yuki Tsunoda, skoraði sín fyrstu stig á tímabilinu þegar hann kom níundi í mark. Akstursíþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sigurinn var afar öruggur hjá Piastri, sem kom fimmtán sekúndum á undan næsta manni yfir marklínuna þrátt fyrir að hafa misst sjö sekúndna forystu fyrr í kappakstrinum. Liðsfélagi hans Lando Norris stóð sig illa í tímatökunni í gær og ræsti sjötti en keyrði vel í dag og tryggði sér þriðja sætið á síðasta hringnum. Hann gæti líka enn unnið sig upp í annað sætið þar sem George Russell er til rannsóknar fyrir brot á DRS reglum. Lewis Hamilton var valinn ökumaður dagsins eftir að hafa unnið sig upp úr níunda sæti í fimmta sætið, þrátt fyrir bilanir í bílnum á leiðinni. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles LeClerc, stóð sig ekki eins vel og féll úr öðru sæti í það fjórða. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í vandræðum framan af en tókst á lokahringjunum að taka fram úr Pierre Gasly hjá Alpine og enda í sjötta sæti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Yuki Tsunoda, skoraði sín fyrstu stig á tímabilinu þegar hann kom níundi í mark.
Akstursíþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira