„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. apríl 2025 21:35 Dagbjört Dögg Karlsdóttir er lykilmaður í liði Vals. vísir/Hulda Margrét Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. „Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum. Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
„Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum.
Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn