Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. apríl 2025 07:00 Tvær stórar rússneskar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy í gærmorgun. AP Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00