Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 07:19 Víða má búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Vísir/Vilhelm Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðin sé farin að grynnast og þokast til norðvesturs inn á land. Því hafi dregið nokkuð úr vindi austast á landinu. „Síðdegis dregur smám saman úr vindi í öðrum landhlutum, nema að það helst hvasst norðvestantil fram á nótt. Norðanáttinni fylgir snjókoma eða slydda allvíða, en á sunnanverðu landinu er úrkomulítið og svo verður væntanlega einnig austanlands seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig í dag, hlýjast sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði Á vef Vegagerðarinnar segir að ófært sé á Dynjandisheiði og á Klettsháls. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært í Höfðahvefi og á Víkurskarði, þungfært í Almenningnum en þæfingsfærð í Fljótum, á Ólafsfjarðarvegi og á Svalbarðsströnd. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Hófaskarði. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Raufarhafnarvegi en snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Fagradal og á Heiðarenda, þæfingsfærð er á Skriðdalsvegi, Hróarstunguvegi og á Lagarfossvegi. Krapir er á Fjarðarheiði og eitthvað er um hálku eða hálkubletti á öðrum leiðum. Ófært er á Öxi. Útlit fyrir stífa og kalda norðanátt Á morgun er spáð norðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega. Þegar á heildina er litið er útlit fyrir stífa og fremur kalda norðlæga átt næstu daga og ofankoma viðloðandi á norðurhelmingi landsins. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s. Él eða slydduél norðan- og austanlands með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan 8-15, él og vægt frost, en bjartviðri á sunnanverðu landinu og frostlaust að deginum. Á fimmtudag (skírdagur): Norðan 10-18, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag (föstudagurinn langi): Minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, vægt frost. Léttskýjað sunnan heiða og hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt og þurrt, en stöku él austanlands og bætir í vind og úrkomu þar seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Líkur á hvassri norðaustanátt með ofankomu, en þurrt á suðvestanverðu landinu. Veður Færð á vegum Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðin sé farin að grynnast og þokast til norðvesturs inn á land. Því hafi dregið nokkuð úr vindi austast á landinu. „Síðdegis dregur smám saman úr vindi í öðrum landhlutum, nema að það helst hvasst norðvestantil fram á nótt. Norðanáttinni fylgir snjókoma eða slydda allvíða, en á sunnanverðu landinu er úrkomulítið og svo verður væntanlega einnig austanlands seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig í dag, hlýjast sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði Á vef Vegagerðarinnar segir að ófært sé á Dynjandisheiði og á Klettsháls. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært í Höfðahvefi og á Víkurskarði, þungfært í Almenningnum en þæfingsfærð í Fljótum, á Ólafsfjarðarvegi og á Svalbarðsströnd. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Hófaskarði. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Raufarhafnarvegi en snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Fagradal og á Heiðarenda, þæfingsfærð er á Skriðdalsvegi, Hróarstunguvegi og á Lagarfossvegi. Krapir er á Fjarðarheiði og eitthvað er um hálku eða hálkubletti á öðrum leiðum. Ófært er á Öxi. Útlit fyrir stífa og kalda norðanátt Á morgun er spáð norðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega. Þegar á heildina er litið er útlit fyrir stífa og fremur kalda norðlæga átt næstu daga og ofankoma viðloðandi á norðurhelmingi landsins. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s. Él eða slydduél norðan- og austanlands með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan 8-15, él og vægt frost, en bjartviðri á sunnanverðu landinu og frostlaust að deginum. Á fimmtudag (skírdagur): Norðan 10-18, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag (föstudagurinn langi): Minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, vægt frost. Léttskýjað sunnan heiða og hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt og þurrt, en stöku él austanlands og bætir í vind og úrkomu þar seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Líkur á hvassri norðaustanátt með ofankomu, en þurrt á suðvestanverðu landinu.
Veður Færð á vegum Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira