Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 23:52 Hollensk frjósemisfyrirtæki beygðu reglurnar eftir hentisemi sinni í áratugi. Getty Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“ Frjósemi Holland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“
Frjósemi Holland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira