Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 08:32 Guðmundur Benediktsson ræddi vítaspyrnudóminn við þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í Stúkunni i gær. S2 Sport Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan. Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira
Vítið var dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir brot á Aroni Þórði Albertssyni. Hólmar fékk einnig sitt annað gula spjald fyrir brotið. Vítið var síðasta spyrna leiksins. Klippa: Stúkan: Vítadómurinn sem færði KR stig á móti Val „Hér er aukaspyrnan og þeir eru á vítateigslínunni eða svona í kringum hana. Í fyrstu virkaði þetta á mig eins og þetta væri fyrir utan teig en ég er að bíða eftir endursýningunni,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi brotið. „Er Aron Þórður kominn með vinstri fótinn á vítateigslínuna,“ spurði Guðmundur. „Nei, við sjáum það vel hérna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Hversu heimskulegt er þetta? Það eru samt meiri líkur en ekki að þetta sé fyrir utan. Þetta er mjög tæpt. Hólmar er að taka ákveðinn sjens með þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þú ert fyrirliði liðsins og það er við það fara að flauta til leiksloka. Þetta eru bara einhverjir töffara stælar. Að halda áfram með einhvern kýting síðan rétt áður. Kláraðu bara leikinn og komdu þá með eitthvað komment í andlitið á Aroni eftir að þú ert búinn að fagna þessum þremur stigum,“ sagði Albert. „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er ofboðslega skrýtin ákvörðun. Ég ætla að segja það. Þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt eiginlega skilið að það sé dæmd á þig vítaspyrna,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á umræðuna og sjá brotið umdeilda hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stúkan Valur KR Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira